Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Side 82

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Side 82
boðsmans Alþingis og dómar teknir til skoðunar og út frá því reynt að svara fram- angreindri spurningu. Það skal tekið fram að ekki er um tæmandi skoðun á dómum, álitum og úrskurðum að ræða heldur miðast efnistök við skoðun á völdum úrlausnum á þessu sviði. 2. FRÆÐIKENNINGAR í þriðju útgáfa bókarinnar Human Resource Management, a contemporary approach, eftir Ian Beardwell og Len Holden,1 er því lýst að hin hefðbundna nálgun við ráðningar í störf sé að útbúa ýtarlega starfslýsingu. Þannig sé ljóst hver sé tilgangur starfsins, hvaða skyldur og ábyrgð felist í því og hver sé stjórnskipuleg staða innan skipulagsheildarinnar. Næsta skref sé að draga upp ntynd af þeim persónulegu einkennum eða kosturn, út frá starfslýsingu, sem umsækjandi þurfi að vera búinn til að leysa starfið af hendi. Þau einkenni sem dregin hafa verið fram eru nokkur og er oft vitnað til „seven point plan“ Rodgers frá 1952 og „five-fold grading system“ Munro Frazers frá 1954. „Seven point plan“ Rodgers byggir á: 1. líkamlegu atgervi og útliti (heilsa, líkamsbygging, framkoma, málfar og háttalag), 2. hæfileikum og atgervi (menntun, námskeið og starfsþjálfun, reynsla og árangur í þessum efnum), 3. almennri greind, þekkingu og skilningi, 4. sérstakri hæfni (vélar, teiknun, reikn- ingur o.s.frv.), 5. áhugamálum, 6. lundemi og eðlisfari (samþykkjanleiki, áhrif, áreiðanleiki og sjálfstraust), 7. kringumstæðum, (fjölskylda, heimilisaðstæður o.fl.). „Five-fold grading system" Frazers byggir á: 1. áhrifum á aðra (útlit, málfar, mannasiðir og sjálfstraust), 2. þekkingu, reynslu og hæfni (menntun, starfs- þjálfun og reynsla), 3. meðfæddum hæfileikum (viðbragðsflýtir og sérstakir hæfi- leikar), 4. áhugahvöt (motivation) (markmið, framsækni, ákveðni, frumkvæði, árangur), 5. aðlögunarhæfni (hæfileiki til að bregðast jákvætt við nýjum að- stæðum). Á það er bent að nákvæmar starfslýsingar geti að mörgu leyti virkað haml- andi við leit að starfsmönnum. Ef horft sé of mikið á niðurnjörvaðar starfs- lýsingar geti það leitt til þess að horft sé framhjá því að störf geti breyst. Einnig geti það virkað á þann hátt að „starfsskyldurnar“, samkvæmt starfslýsingunni, séu beinlínis hamlandi t.d. þar sem ætlast er til hópvinnu (teamworking). Þessi ofuráhersla á „starfið“ og staðsetningu þess í skipuriti skipulagsheildar geti komið í veg fyrir þróun á hæfileikum sem séu nauðsynlegir þegar litið er til langtímahagsmuna skipulagsheilda. Til að reyna að koma í veg fyrir þessa hættu hafi sumar skipulagsheildir lagt til hliðar nákvæmar starfslýsingar. Þess í stað sé horft til þess að hafa starfslýsingu almenna með stuttri upptalningu á helstu skyldum. 1 Ian Beardwell og Len Holden: Human Resource Management, a contemporary approach. Third edition, bls. 236. 386
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.