Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Síða 83

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Síða 83
I tilvitnaðri bók Beardwell og Holden er því haldið fram að skilningur manna á því að störf geti tekið tíðum breytingum leiði til þess að minni áhersla sé lögð á starfslýsingar en meiri áhersla sé lögð á starfsumsækjandann sjálfan. Þessi nálgun gefi meiri sveigjanleika þar sem áhersluþunginn sé á hæfileika starfsmannsins og aðlögunarhæfni hans til að leysa af hendi nýjar starfsskyldur eftir því sem starfið breytist. Þessu til stuðnings benda bókarhöfundar á könnun (Workplace employee relations survey) þar sem fram komi að vinnuveitendur líti mest til hæfni (e. skills), reynslu (e. experience) og áhugahvöt (e. motivation). Beardwell og Holden halda því fram í bók sinni (bls. 237) að einna væn- legast geti verið að sameina sjónarhornið þannig að bæði sé horft á starfið senr slíkt og starfsmanninn sjálfan. Með því móti sé unnt að ráða starfsfólk sem bæði ráði við viðkomandi starf en leggi þar til viðbótar sitt af mörkum í víðara sam- hengi til að ná markmiðum skipulagsheildarinnar. Ein leið til að ná í starfsmenn sem fullnægi þessum kröfum sé sú að líta til getu (e. competence) þeirra. Þeir benda á að getu sé hægt að skilgreina á nokkra vegu en oftast sé átt við persónu- einkenni sem tengjast viðkomandi starfi s.s. kunnáttu (menntun) (e. knowledge), reynslu (e. experience), hæfni (e. skills) og þau gildi sem viðkomandi starfs- maður byggir á við framkvænrd þeirra starfa sem honum eru falin. Þessi nálgun við ráðningar í störf falli vel að kenningum mannauðsstjómunar um sveigjan- leika, hópvinnu og fjölhæfni (e. multi-skilling). 3. VINNUMARKAÐURINN Á ÍSLANDI Ef íslenskar atvinnuauglýsingar á almenna vinnumarkaðinum eru skoðaðar kemur í ljós að þær hæfniskröfur sem gerðar era til starfsmanna má í grófum dráttum skipta í þrjá þætti2 þ.e.: 1. persónuleika, 2. menntun og 3. reynslu. Það er einnig athyglivert að af þessum þremur þáttum virðist persónuleikinn skipta atvinnurekendur mestu.31 Handbók Framadaga 2002 kemur fram að af þeim 22 fyrirtækjum á almenna markaðinum, sem svöruðu spumingunni um hvaða þættir af þremur (persónuleiki, starfsreynsla, einkunnir) skipti mestu máli við ráðningu starfsfólks, þá nefndu 17 fyrirtæki persónuleikann. Við skoðun á atvinnuauglýsingum á almenna vinnumarkaðinum má sjá að þar eru iðulega nefndir kostir hjá væntanlegum umsækjendum sem snúa að persónuleikanum. Má sem dæmi nefna:4 áhugasemi, getu til að vinna sjálfstætt, sjálfstæði í vinnubrögðum, mikinn metnað, að vera tilbúinn að leggja sig fram, 2 Gvlfi Dalmann Aðalsteinsson. vinnumarkaðsfræðingur, og sunnudagsblöð Morgunblaðsins í janúar, febrúar og mars 2002. 3 í þessu samhengi má nefna fyrirlestur Ernu Arnardóttur, starfsmannastjóra Hugar hf., í tíma í mannauðsstjómun þann 4. mars 2002. í máli hennar kom m.a. fram að við mat á starfsmönnum fyrirtækisins skiptu persónulegir eiginleikar mjög miklu og þá ekki síst fæmi í samskiptum og að takast á við breytingar. 4 Gylfi Dalmann Aðalsteinsson. vinnumarkaðsfræðingur, og sunnudagsblöð Morgunblaðsins í janúar, febrúar og mars 2002. 387
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.