Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Síða 83
I tilvitnaðri bók Beardwell og Holden er því haldið fram að skilningur
manna á því að störf geti tekið tíðum breytingum leiði til þess að minni áhersla
sé lögð á starfslýsingar en meiri áhersla sé lögð á starfsumsækjandann sjálfan.
Þessi nálgun gefi meiri sveigjanleika þar sem áhersluþunginn sé á hæfileika
starfsmannsins og aðlögunarhæfni hans til að leysa af hendi nýjar starfsskyldur
eftir því sem starfið breytist. Þessu til stuðnings benda bókarhöfundar á könnun
(Workplace employee relations survey) þar sem fram komi að vinnuveitendur
líti mest til hæfni (e. skills), reynslu (e. experience) og áhugahvöt (e. motivation).
Beardwell og Holden halda því fram í bók sinni (bls. 237) að einna væn-
legast geti verið að sameina sjónarhornið þannig að bæði sé horft á starfið senr
slíkt og starfsmanninn sjálfan. Með því móti sé unnt að ráða starfsfólk sem bæði
ráði við viðkomandi starf en leggi þar til viðbótar sitt af mörkum í víðara sam-
hengi til að ná markmiðum skipulagsheildarinnar. Ein leið til að ná í starfsmenn
sem fullnægi þessum kröfum sé sú að líta til getu (e. competence) þeirra. Þeir
benda á að getu sé hægt að skilgreina á nokkra vegu en oftast sé átt við persónu-
einkenni sem tengjast viðkomandi starfi s.s. kunnáttu (menntun) (e. knowledge),
reynslu (e. experience), hæfni (e. skills) og þau gildi sem viðkomandi starfs-
maður byggir á við framkvænrd þeirra starfa sem honum eru falin. Þessi nálgun
við ráðningar í störf falli vel að kenningum mannauðsstjómunar um sveigjan-
leika, hópvinnu og fjölhæfni (e. multi-skilling).
3. VINNUMARKAÐURINN Á ÍSLANDI
Ef íslenskar atvinnuauglýsingar á almenna vinnumarkaðinum eru skoðaðar
kemur í ljós að þær hæfniskröfur sem gerðar era til starfsmanna má í grófum
dráttum skipta í þrjá þætti2 þ.e.: 1. persónuleika, 2. menntun og 3. reynslu. Það
er einnig athyglivert að af þessum þremur þáttum virðist persónuleikinn skipta
atvinnurekendur mestu.31 Handbók Framadaga 2002 kemur fram að af þeim 22
fyrirtækjum á almenna markaðinum, sem svöruðu spumingunni um hvaða
þættir af þremur (persónuleiki, starfsreynsla, einkunnir) skipti mestu máli við
ráðningu starfsfólks, þá nefndu 17 fyrirtæki persónuleikann.
Við skoðun á atvinnuauglýsingum á almenna vinnumarkaðinum má sjá að
þar eru iðulega nefndir kostir hjá væntanlegum umsækjendum sem snúa að
persónuleikanum. Má sem dæmi nefna:4 áhugasemi, getu til að vinna sjálfstætt,
sjálfstæði í vinnubrögðum, mikinn metnað, að vera tilbúinn að leggja sig fram,
2 Gvlfi Dalmann Aðalsteinsson. vinnumarkaðsfræðingur, og sunnudagsblöð Morgunblaðsins í
janúar, febrúar og mars 2002.
3 í þessu samhengi má nefna fyrirlestur Ernu Arnardóttur, starfsmannastjóra Hugar hf., í tíma í
mannauðsstjómun þann 4. mars 2002. í máli hennar kom m.a. fram að við mat á starfsmönnum
fyrirtækisins skiptu persónulegir eiginleikar mjög miklu og þá ekki síst fæmi í samskiptum og að
takast á við breytingar.
4 Gylfi Dalmann Aðalsteinsson. vinnumarkaðsfræðingur, og sunnudagsblöð Morgunblaðsins í
janúar, febrúar og mars 2002.
387