Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Síða 84

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Síða 84
afburða samskiptahæfileika, skipulögð vinnubrögð, þjónustulund, frumkvæði, kraft, áhuga, jákvæðni, góða framkomu, snyrtimennsku, vilja til að takast á við krefjandi verkefni, að vera drífandi, að geta unnið undir álagi, sveigjanleika, reglusemi, stundvísi, árvekni og að eiga gott með að vinna í hópi. Það er áberandi þegar atvinnuauglýsingar hins opinbera eru skoðaðar að sjaldnast er minnst á persónuleika umsækjenda eða notuð lýsingarorð sem tengjast honum.5 Vekur það ákveðnar spumingar og þá ekki síst þegar til þess er litið hversu mikil áhersla er lögð á persónuleika í fræðikenningum og á almenna vinnumarkaðinum. Getur verið að persónuleikinn skipti litlu máli hjá hinu opinbera? Áður en reynt verður að svara þessari spumingu verður litið til almennra reglna, löggjafar og úrlausna þeirra aðila sem úrskurðar- og dómsvald hafa. 4. ALMENNAR REGLUR6 Almennt gildir sú regla á íslenskum vinnumarkaði að atvinnurekandi hefur frjálst val um það hvaða menn hann ræður til starfa. Engu að síður verða atvinnurekendur að virða ákveðnar reglur í því sambandi. Má þar m.a. nefna ákvæði kjarasamninga þar sem flest stéttarfélög hafa samið við atvinnurekendur um forgangsrétt félagsmanna þeirra til vinnu. Einnig má nefna að í sumum tilfellum er búið að veita tilteknum starfsheitum nánar tilgreinda lögvemd sem felur í sér að einungis þeir sem fullnægja sérstökum skilyrðum, t.d. um menntun eða sérstakt leyfi, mega inna þá tilgreindu vinnu af hendi. Má í því sambandi t.d. nefna að í 2. gr. 1. nr. 77/1998 um lögmenn, þá mega fyrir utan aðila sjálfa að meginstefnu til ekki aðrir en lögmenn flytja mál fyrir dómi. Þótt atvinnurekandi geti að einhverju leyti verið bundinn af því að ráða til starfa menn sem fullnægja tilteknum skilyrðum, t.d. um sérstök réttindi, þá em hendur hans óbundnar af því hverja hann ræður af þeim sem fullnægja þeim tilteknu skilyrðum. Auk framangreinds má nefna nokkur önnur atriði sem atvinnurekendur verða að hafa í huga. I sumum tilfellum era gerðar kröfur um lágmarks- og jafnvel hámarksaldur, t.d. er lágmarksaldur til að geta fyllt skipsrúm 15 ár, sbr. 2. mgr. 8. gr. sjómannalaga nr. 35/1985, og hámarksaldur til að mega aka leigu- bifreið er 70 ár, sbr. 5. tl. 3. gr. 1. nr. 61/1995 um leigubifreiðar. Þá verða atvinnurekendur að gæta að lagaákvæðum sem kveða á um jöfnun á stöðu kynjanna og forgang fatlaðra að störfum hjá ríki og sveitarfélögum ef hæfni þeirra til starfsins er meiri eða jöfn hæfni annarra sem um starfið sækja. í því samhengi vaknar þó spumingin um það hvað skuli ráða við mat á því hvort um jafn hæfa einstaklinga sé að ræða. Skiptir þá persónuleikinn einhverju máli? Til að svara þeirri spumingu sérstaklega, hvað varðar jafna stöðu kynjanna við ráðningar í störf hjá hinu opinbera eða hjá sveitarstjómum, vísast til kafla 6. 5 Sama. 6 Umfjöllun í þessum kafla styðst við bók Arnmundar Backman og Gunnars Eydal: Vinnuréttur, 1986 og bók Láru V. Júlíusdóttur: Réttindi og skyldur á vinnumarkaði, 1993. 388
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.