Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Síða 88

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Síða 88
sé hæfastur af nokkrum. Sýnist þama að nokkru leyti geta verið komið jákvætt svar við spumingunni sem hér er reynt að svara. Þess ber þó að geta að í máli þessu hélt kærði því m.a. fram að ráðning hefði verið byggð á reynslu af sveitar- stjómarstörfum og hœfni í mannlegum samskiptum. Kærunefndin vék hins vegar ekki einu orði að mati á slíkum persónulegum eiginleikum en fjallaði ein- göngu um reynsluna af sveitarstjórnarmálum sem aðra sérstaka hæfileika. I ljósi þess að kærunefndin telur að aðrir sérstakir hæfileikar geti komið til greina, takist atvinnurekanda að sanna þá, er rétt að hafa í huga að velji atvinnu- rekandi starfsmann út frá persónulegum eiginleikum, þá hlýtur það alltaf að einhverju leyti að mótast af persónulegu mati atvinnurekanda hvað hann telji vera eftirsóknarverða persónulega eiginleika umsækjanda. Ekki er víst að alltaf sé auðvelt að rökstyðja slíkt mat út frá hlutlægum mælikvörðum. Til að mynda hafa rannsóknir sýnt að í starfsviðtölum ráðist það oft á fyrstu sekúndunum hvort umsækjandi kemur til greina í starf eða ekki.7 Eins og fram er komið hélt kærði því m.a. fram að það sem hefði ráðið vali á umsækjanda hefði verið hæfileiki til mannlegra samskipta. Mjög erfitt getur verið að leggja mælikvarða á slíka eiginleika og ef mið er tekið af stjómunarrétti atvinnurekanda hlýtur að mega veita honum eitthvert svigrúm í þeim efnum. Höfundur þessarar greinar er því ekki að öllu leyti sammála rökstuðningi kærunefndar, að minnsta kosti út frá hugmyndum mannauðsstjómunar (þess ber að geta að til að ná tilgangi laganna um jafnan rétt kvenna og karla geta önnur sjónarmið verið mannauðs- stjómunarsjónarmiðum yfirsterkari, t.d. að atvinnurekendum sé ekki gert of auðvelt að víkja sér undan ákvæðum laganna) og telur eðlilegra að gera þá kröfu til atvinnurekenda að þeir verði að sýna fram á að ómálefnaleg sjónarmið hafi ekki ráðið för við val á umsækjanda í tilfelli sem þessu. Takist atvinnurekanda það þá eigi hann að fá að njóta stjómunarréttar síns við ráðningar í störf. Þegar upp er staðið virðist því það svar sem hér er leitað, út frá þessu áliti, vera: kannski - ef atvinnurekanda tekst að sanna það miklu meiri persónulega hæfi- leika að þeir rými menntunar- og reynslueiginleikum út. 7. ÁLIT UMBOÐSMANNS ALÞINGIS í þessum kafla greinarinnar verður fyrst og fremst litið til álits umboðs- manns Alþingis nr. 2701/1999. Ástæða þess er sú að í því áliti kemur fram með einna skýrustum hætti hvaða sjónarmið umboðsmaður telur að taka skuli tillit til við ráðningar í opinber störf. I þessu áliti koma fram sjónarmið sem umboðs- maður hafði látið uppi í fyrri álitum, t.d. í álitum í málum nr. 382/1991 (SUA 1992 151), nr. 1391/1995 (SUA 1996 451) og SUA 1996 473. í áliti nr. 2701/1999 var álitaefnið það hver hefði átt að fá skólastjórastöðu við tónlistarskólann X. Starf skólastjórans var auglýst laust til umsóknar með eftirfarandi hætti: 7 Gylfi Dalmann Aðalstcinsson, fyrirlestur í febrúar 2002. 392
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.