Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Side 90

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Side 90
eiga að ráða niðurstöðu hans eða hvaða ályktanir hann geti dregið af fyrirliggjandi upplýsingum um starfshæfni umsækjenda með hliðsjón af þeim sjónarmiðum breyt- ist ekki við þessar aðstæður. Er hann þá sem endranær bundinn af þeirri óskráðu meginreglu íslensks stjórnsýsluréttar að byggja niðurstöðu sína á málefnalegum sjónanniðum og að velja beri þann sem hæfastur verður talinn til að gegna starfinu með hliðsjón af þeim sjónarmiðum. Skal í þessu sambandi meðal annars bent á 2. mgr. 11. gr. stjómsýslulaga þar sem segir að óheimilt sé að mismuna aðilum við úrlausn mála á grundvelli sjónarmiða byggðum á kynferði þeirra, kynþætti, litar- hætti, þjóðerni, trúarbrögðum, stjórnmálaskoðunum, þjóðfélagsstöðu, ættemi eða öðrum sambærilegum ástæðum. Er handhafa veitingarvalds almennt óheimilt að byggja afstöðu sína til þess hvern skuli ráða til opinberra starfa á ofangreindum sjónarmiðum og á það ekki síst við þegar hann telur sig ekki geta gert upp á milli umsækjenda. Akveðnar undantekningar geta þó verið á því samkvæmt sérstökum lagaheimildum, sbr. meðal annars 32. gr. laga nr. 59/1992, um málefni fatlaðra, eða á grundvelli eðli máls þegar um er að ræða val í pólitísk störf, sbr. athugasemdir við 11. gr. frumvarps þess er varð að stjórnsýslulögum. (Alþt. 1992-1993, A-deild, bls. 3294.) Þá hefur Hæstiréttur Islands túlkað ákvæði laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla þannig, sbr. núgildandi lög um þetta efni nr. 96/2000, að við núver- andi aðstæður skuli veita „konu [„] starf, ef hún er að minnsta kosti jafnt að því komin, að því er varðar menntun og annað, sem máli skiptir, og karlmaður, sem við hana keppir, ef á starfssviðinu eru fáar konur“, sbr. dóm Hæstaréttar frá 2. desember 1993 í máli nr. 339/1990 (H 1993:2230). Samkvæmt framansögðu er ég ekki sammála þeim lagasjónarmiðum sem ráða má af skýringum bæjarlögmanns X að handhafi veitingarvalds kunni að hafa frjálsari hendur en ella reynist honum erfitt að gera upp á milli umsækjenda. [...] Eins og að framan greinir ræðst það annars vegar af þeim sjónarmiðum sem ákvörðun byggist á og eftir atvikum innbyrðis vægi þeirra og hins vegar af fyrirliggjandi upplýsingum um umsækjendur hver telst hæfastur þeirra. í bréfi bæjarlögmanns X, dags. 24. október 1997, segir að líkur séu fyrir því að áhersla hafi verið lögð á stjórnunar- reynslu við mat á starfshæfni umsækjenda. Hafi sá sem ráðinn var staðið A framar að því leyti að hann hafi verið skólastjóri tónlistarskóla lengur en A og hafi haft meiri reynslu af því kennsluformi sem lagt var upp með. Þá hafi hann haft rnjög góð meðmæli hvað varðar þætti eins og samskipti og samvinnu. Eins og fram hefur komið ákveður handhafi veitingarvalds hvert innbyrðis vægi sjónarmiða við mat á starfshæfni umsækjenda skuli vera. Ofangreind sjónarmið, sem rakin eru í bréfi bæjarlögmanns X, verður að telja málefnaleg og tel ég ekki ástæðu til athuga- semda við innbyrðis vægi þeirra við úrlausn málsins samkvæmt framangreindu bréfi. Eg tel að umboðsmaður Alþingis geti í ákveðnum tilvikum lagt á það mat hvort dregnar hafa verið réttar ályktanir af gögnum málsins um starfshæfni umsækjenda með hliðsjón af þeim sjónarmiðum sem ákveðið hefur verið að byggja á. Við það mat verður þó að taka tillit til eðlis slíkra ákvarðana þar sem almennt er byggt á heildarmati á starfshæfni út frá ýmsum sjónarmiðum. Eftir að hafa kynnt mér gögn málsins og með hliðsjón af framangreindu bréfi bæjarlögmanns, dags. 24. október 1997, tel ég ekki ástæðu til athugasemda við þennan þátt kvörtunarinnar. 394
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.