Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Page 97
A VIÐ OG DREIF
FRÁ DÓMARAFÉLAGI ÍSLANDS
Um aðalfund 2002 og starfsárið 2001-2002
I
Aðalfundur Dómarafélags íslands árið 2002 var haldinn í Kornhlöðunni,
Bankastræti 2, Reykjavík, föstudaginn 15. nóvember 2002. Þar var Helgi I.
Jónsson héraðsdómari endurkjörinn formaður félagsins en aðrir í stjóm voru
kjörin Finnbogi H. Alexandersson héraðsdómari, Hervör Þorvaldsdóttir héraðs-
dómari, Hjördís Hákonardóttir héraðsdómari og Ingibjörg Benediktsdóttir hæsta-
réttardómari. Eggert Óskarsson héraðsdómari gaf ekki kost á sér til endurkjörs.
í varastjóm vom kjörin Freyr Ófeigsson dómstjóri og Greta Baldursdóttir héraðs-
dómari. Að loknum venjulegum aðalfundarstörfum gerði Sigurður Tómas
Magnússon, héraðsdómari og formaður Dómstólaráðs, grein fyrir tillögum
ráðsins um breytingu á lögum um dómstóla. Einnig ræddi Sigurður um þróun
málafjölda frá árinu 1992 og fjárveitingar til dómstóla. Að því loknu fjölluðu
héraðsdómaramir Helgi I. Jónsson og Skúli J. Pálmason um sáttaumleitanir
fyrir dómi. Gerði Helgi grein fyrir fyrirkomulagi sáttaumleitana fyrir dómstól-
um í Noregi og Skúli ræddi hvemig hann teldi best að bera sig að til að sættir
næðust.
Stjóm félagsins hélt fyrsta fund sinn þriðjudaginn 10. desember sl. og var þá
Hjördís Hákonardóttir kjörin varaformaður, Hervör Þorvaldsdóttir ritari, Finn-
bogi Alexandersson gjaldkeri og Ingibjörg Benediktsdóttir meðstjómandi.
II
Árlegt jólahlaðborð félagsins með Lögfræðingafélagi íslands og Lögmanna-
félagi íslands var samkvæmt venju haldið í Víkingasal Hótels Loftleiða fimmtu-
daginn 6. desember. Þar flutti Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra gamanmál
og fórst það bráðvel úr hendi.
Félagið hélt hádegisverðarfund 22. febrúar sem bar yfirskriftina: Ákvörðun
viðurlaga vegna umferðarlagabrota. Þar flutti formaður félagsins erindi Halldórs
Halldórssonar héraðsdómara um fundarefnið þar sem Halldór var veðurtepptur
í heimabyggð sinni. Þá talaði Bogi Nilsson ríkssaksóknari og færði meðal
annars fram rök fyrir stighækkandi ökuréttarsviptingu eftir áfengismagni.
Þá hélt félagið hádegisverðarfund 26. apríl þar sem Viðar Már Matthíasson
prófessor fjallaði um frumvarp til laga um fasteignakaup. Gerði prófessorinn
grein fyrir ýmsum nýmælum í frumvarpinu sem nú er orðið að lögum og
útskýrði þau og fór yfir frumvarpið í heild. Fundarmenn voru 20.
Arlegt málþing félagsins og Lögmannafélags íslands var haldið í Eldborg,
húsi Hitaveitu Suðumesja við Svartsengi (Bláa lónið), 7. júní 2002. Þar var
fjallað um efnið: Glæpur og refsing. Þingið hófst kl. 10 með setningarávarpi
401