Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Page 11

Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Page 11
landi tilskipun Evrópusambandsins 99/44EB frá 25. maí 1999 um tiltekna þætti í sölu neysluvara og ábyrgð þar að lútandi. Tilskipunin var birt í Stjórnartíðind- um EB 7. júlí 1999. Lög nr. 48/2003 byggja í meginatriðum á fyrmefndri til- skipun, en auk hennar var við samningu frumvarps til þeirra laga höfð hliðsjón af norrænum rétti á sviði neytendakaupa og þá sérstaklega norskum rétti. Lög nr. 50/2000 um lausafjárkaup áttu sér um margt fyrirmynd í norsku kaupalög- unum frá 1988. A árinu 2002 felldu Norðmenn ákvæði um neytendakaup brott úr kaupalögum sínum og settu sérstök neytendakaupalög, og var þeirri fyrir- mynd fylgt við setningu laga nr. 48/2003.5 Reglur hinna nýju neytendakaupa- laga um riftun eru í flestu tilliti samhljóða eða sambærilegar riftunarreglum kaupalaga nr. 50/2000, svo sem nánar verður vikið að síðar í grein þessari í um- fjöllun um einstakar riftunarreglur. Hinn 1. júní 2002 öðluðust gildi hér á landi lög nr. 40/2002 um fasteigna- kaup (fast.kpl). Reglur þeirra laga um riftun eru í öllum aðalatriðum sambæri- legar reglum kpl. um riftun. Verður reglna hinna nýju fast.kpl. getið til saman- burðar í þeirri umfjöllun sem hér fer á eftir um riftunarreglur kpl.6 Einnig verð- ur til samanburðar getið riftunarreglna þjónustukaupalaga nr. 42/2000 (þjón- ustukpl.) þar sem það á við. Kaflaskipting hér á eftir verður í grófum dráttum þannig að í 1. kafla, sem er inngangskafli, er gerð grein fyrir efnisskipan, auk þess sem þar er að finna 5 Alþingistíðindi A-deild, 128. löggjafarþing 2002-2003, þskj. 904, 556. mál, bls. 17-19. 6 f athugasemdum greinargerðar með frumvarpi til fast.kpl. er vikið að því hvaða kostir stóðu til boða við samningu frumvarps til laga um fasteignakaup. Athugað hefði verið hvort leita ætti fyrir- mynda í dönskum rétti, þ.e. þeim lögum um neytendavemd við fasteignakaup sem gildi tóku 1. janúar 1996, eða hvort aðrir kostir væru skynsamlegri. Orðrétt segir m.a. svo í athugasemdunum: „Þau lög sem Norðmenn settu um fasteignakaup eru heildarlög um slík viðskipti. Þau gilda sam- kvæmt efni sínu um öll fasteignakaup, en eru þó frávíkjanleg að hluta og gilda auk þess ekki ef sér- lögum er til að dreifa, sbr. t.d. lov nr. 43 frá 13. júní 1997 om avtalar med forbrukar om oppfpring av ny bustad m.m. (bustadoppfpringslova). Þau lög gilda að meginstefnu um samninga milli neyt- anda og þess sem atvinnu hefur af byggingu húsa um kaup á íbúðarhúsnæði í byggingu. í norsku lögunum um fasteignakaup (avhendingslova) eru reglur um flesta þætti réttarsambands kaupanda og seljanda fasteignar. Eins og áður greinir hafa lögin mikla samstöðu með nýjum norskum lögum um lausafjárkaup frá 1988. Lög um lausafjárkaup, nr. 50/2000, byggjast í meginatriðum á þeim drögum sem norræni vinnuhópurinn setti fram á árinu 1984 í ritinu Nordiska köplagar, NU 1984:5. í ýmsum greinum var þó leitast við að taka mið af séríslenskum aðstæðum. Svipar íslensku lögun- um mjög til hinna norsku. Lausafjárkaup og fasteignakaup mynda kauparétt, sem eru grundvallar- greinar í kröfurétti, einni helstu grein fjármunaréttar. Eins og lýst er að framan hafa reglur laga um lausafjárkaup verið notaðar með lögjöfnun eða öðrum hætti við úrlausn mála um fasteignakaup í þeim mæli sem unnt er. Það hefur því, eftir því sem við getur átt, verið samræmi milli þeirra reglna sem gilt hafa um lausafjárkaup og þeirra sem beitt hefur verið í fasteignakaupum oft með ýmsum afbrigðum. Á sumum sviðum verður reglum laga um lausafjárkaup þó alls ekki beitt um fasteigna- kaup eins og áður er getið. Það er ótvíræður ávinningur af því að sem mest samræmi sé milli reglna um lausafjárkaup og um fasteignakaup eftir því sem kostur er. Slíkt dregur úr óvissu á réttarsviðum sem varða bæði þjóðarbúið og allan almenning mjög miklu og eru að auki mikilvægur hluti lög- fræðinnar. Þess vegna er eðlilegt að gerð yrði tillaga um að ný lög um fasteignakaup verði sniðin að nýjum lögum um lausafjárkaup og þannig valin sú leið sem Norðmenn fóru“. Alþt. 2001-2002, 253. mál, þskj. 291, bls. 21. 221
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.