Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Síða 12
almenna umfjöllun um riftun. í 2. kafla er lýst reglum um rétt kaupanda til rift-
unar vegna greiðsludráttar (afhendingardráttar) seljanda. I 3. kafla er umfjöllun
um rétt kaupanda til riftunar þegar söluhlutur er gallaður. 14. kafla er fjallað um
rétt kaupanda til riftunar þegar afhenda skal í áföngum og vanefnd verður. í 5.
kafla er fjallað um rétt seljanda til riftunar þegar greiðsludráttur verður af hálfu
kaupanda. í 6. kafla er lýst reglum um rétt samningsaðila til riftunar vegna fyrir-
sjáanlegra vanefnda gagnaðila og í 7. kafla er umfjöllun um sameiginlegar regl-
ur um riftun og nýja afhendingu.
Þar sem skammt er liðið frá gildistöku laga nr. 50/2000 er lítil reynsla komin
á framkvæmd þeirra fyrir dómstólum. Framsetning efnis í grein þessari tekur
því fyrst og fremst mið af texta laganna og þeim skýringum sem fram koma í
athugasemdum greinargerðar með frumvarpi til laganna. Greinin er skrifuð með
þarfir þeirra í huga sem sýsla með riftunarreglur í daglegum störfum sínum.
1.2 Réttur kröfuhafa til að velja vanefndaúrræði - aðferðafræði
kaupalaga
Vanefndir kaupsamninga og afleiðingar þeirra eru meginviðfangsefni kpl.7
Ut frá því sjónarhomi má í grófum dráttum skipta efni laganna í þrjá megin-
þætti:
I fyrsta lagi eru ákvæði II.-V. kafla þar sem fjallað er um skyldur seljanda
við afhendingu söluhlutar og afleiðingar vanefnda á þeim skyldum. Til viðbótar
eru ákvæði XIV. kafla um kröfu kaupanda á hendur fyrri söluaðila.
I öðru lagi eru ákvæði VI.-VII. kafla þar sem fjallað er um skyldur kaup-
anda í tengslum við greiðslu kaupverðs og atbeina hans að efndum, og um af-
leiðingar vanefnda kaupanda á þeim skyldum.
I þriðja Iagi eru ákvæði VIII.-XI. kafla þar sem er að finna sameiginlegar
reglur sem gilda við vanefndir af hálfu bæði seljanda og kaupanda.
Þótt vanefndir og vanefndaafleiðingar skipi mjög stóran sess í kpl. hafa lög-
in eigi að síður einnig að geyma ákvæði sem snúa að efni kaupsamninga og gilda
þegar aðilar hafa ekki samið á annan veg en þann sem í lögunum greinir. Þannig
er t.d. í II. kafla fjallað um afhendinguna, í IV. kafla um eiginleika söluhlutar, í
VI. kafla um skyldur kaupanda og í öllum þessum köflum eru reglur um þýðingu
ýmissa yfirlýsinga og skilmála sem oft er stuðst við í kaupsamningum.
Þegar kaupsamningur hefur verið vanefndur hefur kröfuhafi samkvæmt kpl.
rétt til þess að velja um vanefndaúrræði eins og áður er vikið að. Það er í sjálfu
sér ekki nýmæli miðað við eldri rétt, en nýmæli kpl. felast í því að lögin telja
upp þær vanefndaheimildir sem samningsaðili öðlast við það að gagnaðili hans
vanefnir skyldur sínar. A svipaðri aðferðafræði er byggt í fast.kpl., sbr. ákvæði
30., 37. og 49. gr. þeirra laga, og í neyt.kpl., sbr. ákvæði 19., 26. og 43. gr. þeirra
laga.
IV. kafla kpl. er fjallað um úrræði kaupanda vegna vanefnda af hálfu seljanda.
7 Sjá nánar Þorgeir Örlygsson: „Gildissvið kaupalaga nr. 50/2000“, bls. 15-37.
222