Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Side 13

Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Side 13
í 1. mgr. 22. gr. eru talin upp þau úrræði sem kaupandi öðlast af því tilefni að hlutur er ekki afhentur eða hann aflrentur of seint, en þau úrræði eru efndir, riftun, skaðabætur og hald á kaupverði. Akvæði þetta, þ.e. 1. mgr. 22. gr., segir hins vegar ekkert um skilyrði fyrir beitingu hvers úrræðis en vísar þess í stað til viðeigandi reglna um það efni. Þannig er um skilyrði fyrir kröfu um efndir vísað til 23.-24. gr., um rétt til riftunar til 25. og 26. gr., um rétt til skaðabóta til 27. gr. og um rétt til að halda kaupverðinu til 42. gr. I 1. mgr. 30. gr. kpl. eru taldar upp þær vanefndaheimildir sem kaupandi öðlast við það að söluhlutur eru haldinn galla. Samkvæmt ákvæðinu getur kaupandi krafist úrbóta, nýrrar afhendingar, afsláttar, riftunar og skaðabóta ásamt því að halda eftir greiðslu. í ákvæðinu, þ.e. i. mgr. 30. gr., segir ekkert um það hver hin nánari skilyrði eru fyrir beitingu einstakra vanefndaúrræða. Um það vísar greinin til annarra ákvæða laganna. í VII. kafla laganna er fjallað um úrræði seljanda vegna vanefnda af hálfu kaupanda. í 1. mgr. 51. gr. segir, að greiði kaupandi ekki kaupverðið eða full- nægi ekki öðrum skyldum sínum samkvæmt samningnum eða lögunum, getur seljandi krafist efnda, riftunar og skaðabóta í samræmi við ákvæði kaflans. Hann getur einnig haldið eftir greiðslum samkvæmt 10. gr. og krafist vaxta samkvæmt 71. gr. Ákvæði 1. mgr. 51. gr. er með sama marki brennt og ákvæði 1. mgr. 22. og 1. mgr. 30. gr., þ.e. ákvæðið telur aðeins upp vanefndaúrræðin en fjallar ekki um hin nánari skilyrði fyrir beitingu þeirra. Er í þeim efnum vísað til annarra ákvæða laganna. I fast.kpl. er eins og áður segir byggt á sömu aðferðafræði og kpl. varðandi valrétt kröfuhafa. 11. mgr. 30. gr. fast.kpl. segir að afhendi seljandi ekki fasteign eða gefi út afsal á réttum tíma, án þess að því valdi atvik sem kaupanda er um að kenna eða hann ber ábyrgð á, getur kaupandi beitt eftirfarandi vanefndaúrræðum séu skilyrði laganna fyrir hendi: a. krafist efnda skv. 31. gr., b. rift skv. 32. gr., c. krafist skaðabóta skv. 34. gr. og d. haldið eftir af greiðslu kaupverðs skv. 35. gr. I fasteignakauparétti er al- mennt talað um afhendingardrátt af hálfu seljanda ef hann efnir ekki skyldur sínar sem lúta að afhendingu, þ.e. afhendingu í eiginlegri merkingu, og útgáfu afsals eða afléttingu veðskulda sem ekki hefur verið samið um að kaupandi yfirtaki.8 1.3 Riftun sem vanefndaúrræði - Almenn atriði Sá aðili gagnkvæms samnings, sem telur viðsemjanda sinn hafa vanefnt skyldur sínar samkvæmt samningnum, getur gripið til ýmissa úrræða þ.e. van- efndaheimilda til þess að vemda hagsmuni sína. Kröfuhafi, þ.e. sá sem vanefnd beinist gegn, getur annars vegar beitt vanefndaúrræðum sem í eðli sínu miða að því að ná fram efndum samningsins eða ígildi efnda hjá skuldara, þ.e. þeim sem vanefnir. Hafa slíkar heimildir stundum verið nefndar efndaheimildir. Má hér sem dæmi nefna vanefndaúrræði eins og efndir in natura, skaðabætur og dráttarvexti. 8 Alþt. 2001-2002, 253. mál, þskj. 291, bls. 46. 223
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.