Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Side 18
kaupandi ekki rift kaupum nema því aðeins að seljandinn hafi lýst því yfir að
ekki verði af efndum á þeim tíma eða ljóst er að hann muni ekki efna. Sam-
bærileg ákvæði eru í 23. gr. neyt.kpl.
í eldri kaupalögum var í 21. gr. mælt fyrir um rétt kaupanda til riftunar
vegna greiðsludráttar af hálfu seljanda. Samkvæmt því ákvæði gat kaupandinn
ekki rift kaupum ef drátturinn hafði haft lítil áhrif eða óveruleg á hagsmuni
kaupanda eða seljandi hlaut að álíta að svo væri, nema hann hefði áskilið að
hluturinn yrði afhentur sér á nákvæmlega tilteknum tíma. í verslunarkaupum
var sérhver dráttur metinn verulegur nema það væri aðeins lítill hluti hins selda
sem afhending hafði dregist á. Með ákvæðum 25. gr. nýju kpl. er stefnt að ein-
földun framangreindra reglna eldri réttar um skilyrði riftunar vegna greiðslu-
dráttar, m.a. á þann hátt að ekki er mælt fyrir um neina sérreglu sem gilda skuli
í þeim efnum í verslunarkaupum.15
Með greiðsludrætti (afhendingardrætti) af hálfu seljanda í lausafjár- og
neytendakaupum er átt við það þegar hlutur er ekki afhentur eða hann er afhent-
ur of seint. Er þá skilyrði að ekki sé kaupanda eða neytanda um að kenna eða
atvikum sem þá varða, sbr. 1. mgr. 22. gr. kpl. og 1. nrgr. 19. gr. neyt.kpl. í fast-
eignakauparétti er almennt talað um afhendingardrátt af hálfu seljanda ef hann
efnir ekki skyldur sínar sem lúta að afhendingu, þ.e. afhendingu í eiginlegri
merkingu, og útgáfu afsals eða afléttingu veðskulda sem ekki hefur verið sam-
ið um að kaupandi taki yfir.16
Venjulega er ekki vandkvæðum bundið að skýra hvað felst í hugtakinu
greiðsludráttur. Þó getur í sumum tilvikum verið erfitt að fullyrða hvenær greiðslu-
dráttur hefur orðið ef greiðslutími hefur ekki verið nákvæmlega tilgreindur í
samningi. Sem dæmi um þetta má nefna þegar samningur gerir ráð fyrir að af-
henda eigi vöru „um páskana“. Ef alls ekki hefur verið samið um afhendingar-
tímann gildir regla 1. mgr. 9. gr. kpl.
Þegar söluhlutur er ekki afhentur getur það álitaefni risið hvort heldur um
galla í söluhlut sé að ræða eða greiðsludrátt af hálfu seljanda. í 22. gr. kpl. er
tekið af skarið um þetta því að þar kemur fram að sé hlutur alls ekki afhentur er
um greiðsludrátt að ræða. Stundum má vera að söluhlutur sé aðeins afhentur að
hluta. í slíkum tilvikum verður að taka mið af því hvort ætla megi að seljandinn
hafi lokið afhendingu sinni, sbr. 2. mgr. 43. gr. kpl.17
2.2 Afhendingar krafist á nákvæmlega tilgreindum tíma
Hafi kaupandi í lausafjárkaupum krafist afhendingar á nákvæmlega til-
greindum tíma og áskilið sér rétt til riftunar ef því skilyrði er ekki fullnægt,
hefur allur dráttur sem ekki verður rakinn til kaupanda þau áhrif að kaupandi
getur rift kaupum. Sama gildir þegar leiða má af samningi að sérhver dráttur
15 Svarartil 1. mgr. 49. gr. Sþ-sáttmálans, sbr. og 47. gr. Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 84.
16 Alþt. 2001-2002, þskj. 291, bls. 46.
17 Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 78.
228