Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Blaðsíða 25
Ákvæði 29. gr. kpl. gilda þegar hlutur er afhentur of seint. Á meðan afhend-
ing hefur ekki farið fram hefur kaupandi það í hendi sér hvenær hann setur fram
riftunarkröfu. Það þýðir að hann getur rift kaupum án nokkurrar fyrir fram
gefinnar tilkynningar þegar greiðsludrátturinn er orðinn svo langur að almenn-
um skilyrðum riftunar er fullnægt, sbr. 25.-26. gr., 43. gr. og 44. gr. laganna. Ef
hlutur er alls ekki afhentur hefur kaupandi ekki sömu ástæðu til að hefjast
handa og hann getur beðið og séð hverju fram vindur. Hann þarf því ekki að
taka afstöðu til þess hvenær seinkun er veruleg eða hvort hann vill rifta fyrr en
hann setur riftunarkröfu fram.30
Tilkynningarfrestur skv. 29. gr. byrjar ekki að líða við sjálfa afhendinguna
heldur frá þeim tíma þegar kaupandinn fékk vitneskju um hana. Það skiptir á
hinn bóginn ekki máli hvemig kaupandinn öðlaðist vitneskju sína. Þegar hann
hefur fengið vitneskju um afhendinguna verður hann þó að hefjast handa án
tafar. Mat á því hvað teljist innan sanngjarns tíma ræðst af eðli söluhlutar og
aðilum samningsins. í verslunarkaupum er eðlilegt að krefjast tiltölulega skjótra
viðbragða en í neytendakaupum er sanngjamt að fresturinn sé heldur lengri, sér-
staklega þegar ekki er um að ræða kaup ýmissa gjaldgengra vara. Kaupandinn
verður ávallt að hafa ákveðinn tíma til að taka afstöðu til þess hvers konar heim-
ildum hann vill beita.
Af ákvæðum 82. gr. kpl. leiðir að það er seljandinn sem ber áhættuna af því
að tilkynning um riftun samkvæmt 29. gr. kpl. komi fram. Samkvæmt orðanna
hljóðan á greinin aðeins við þegar dráttur verður á afhendingu aðalgreiðslunnar
enda á hún eðli málsins samkvæmt illa við um vanefndir aukaskyldna.31
2.8 Fyrirspurnir og tilkynningar af hálfu seljanda til kaupanda
I 24. gr. kpl. ræðir um það tilvik þegar seljandi beinir fyrirspum til kaupanda
um það hvort hann vilji veita hlut viðtöku þrátt fyrir seinkun, eða seljandi tilkynn-
ir kaupanda að hann muni afhenda hið selda innan tiltekins tíma, en kaupandi svar-
ar ekki án ástæðulauss dráttar frá því að hann fékk tilkynninguna. Getur kaupandi
þá ekki rift kaupunum ef efndir verða innan þess tíma sem nefndur var.32
30 Hugsanlegt er að rétturinn til efnda falli niður samkvæmt almennum reglum um aðgerðaleysis-
áhrif ef kaupandi bíður óhæfilega lengi og án réttmætrar ástæðu með að hefjast handa um þær. Ber
þá oftlega að líta svo á að réttur til að krefjast efnda sé einnig fallinn brott vegna hliðstæðs aðgerð-
arleysis af hálfu seljanda. Niðurstaðan í þessum tilvikum er þá svipuð og þegar rift er kaupum.
Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 94.
31 Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 94-95.
32 Ákvæðið svarar til 2. mgr. 48. gr. Sþ-sáttmálans. Samkvæmt 26. gr. eldri kaupalaga glataði
kaupandinn réttinum til þess að halda fast við kaupin ef hann svaraði ekki án ástæðulausrar tafar
fyrirspum um þetta efni frá seljanda. í 24. gr. gildandi laga er þessu snúið við. í því felst að kaup-
andinn glatar réttinum til þess að rifta kaupum ef hann svarar ekki innan hæfilegs tíma fyrirspum
seljanda um það hvort kaupandinn muni veita hlut viðtöku. Sama gildir ef seljandi tilkynnir að hann
vilji afhenda hið selda innan tiltekins tíma og kaupandi svarar ekki innan hæfilegs tíma. Sjá Alþt.
1999-2000, þskj. 119, bls. 82.
235