Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Page 26

Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Page 26
Gerðar eru ákveðnar kröfur um skýrleika fyrirspurnar eða tilkynningar seljanda því að það er skilyrði að seljandinn hafi í báðum tilvikum greint tiltek- inn tíma til efnda. Þar að auki er það skilyrði að efndir hafi í raun orðið á þeim tíma sem nefndur var. Ef tilgreining seljanda á tíma er ónákvæm eiga við ákvæði 3. mgr. 23. gr. og 29. gr. kpl. Oljósar yfirlýsingar seljanda um erfiðleika við efndir fullnægja ekki skilyrðum greinarinnar og kalla þær því ekki á við- brögð af hálfu kaupanda samkvæmt þessari grein.33 Hvað telst hœfilegur tími hjá kaupanda í þessum efnum ræðst af mati á at- vikum og aðstæðum í hverju tilviki en yfirleitt verður að krefjast skjótra við- bragða af hans hálfu. Gera má strangari kröfur til atvinnurekenda í þessu sam- bandi en gerðar eru til neytenda, en þegar kaupandinn hefur fengið slíka til- kynningu er ekki ástæða til þess að veita honum mjög langan umhugsunarfrest til þess að svara. Réttur kaupanda til þess að krefjast riftunar fellur ekki alltaf niður þótt hann svari of seint. Hafi seljandinn t.d. tiltekið afhendingartíma er riftun samt sem áður hugsanleg ef afhending verður ekki á þeim nýja tíma sem seljandinn hefur tiltekið og sá dráttur er verulegur, sbr. 1. mgr. 25. gr. Einnig má vera að loks þegar seljandinn afhendir hlutinn komi í ljós að á honum sé verulegur galli sem réttlæti riftun. Ef fyrirspum seljanda fullnægir ekki kröfum 24. gr. eiga við eins og áður segir ákvæði 3. mgr. 23. og 29. gr. Kaupandinn heldur þá rétti sínum til þess að krefjast efnda in natura meðan frestur skv. 3. mgr. 23. gr. er ekki útrunninn, og riftunarfresturinn skv. 29. gr. hefst ekki fyrr en hluturinn er afhentur. Af orðum 24. gr. leiðir að seljandi ber áhættuna af því að tilkynning samkvæmt greininni komist til kaupanda, og af ákvæðum 82. gr. leiðir að seljandinn ber áhættuna af því að svar kaupanda komist til skila. í 25. gr. kpl. er gert ráð fyrir rétti til þess að setja viðbótarfrest og þar eru einnig tilgreind þau réttaráhrif sem slíkur frestur hefur. Reglunni í 24. gr. er einnig unnt að beita þegar kaupandinn hefur sett viðbótarfrest og seljandinn svarar því til að hann geti ekki afhent það sem um var samið fyrr en viðbótar- fresturinn er liðinn. Er eðlilegt að líta svo á að kaupandinn verði einnig að svara fyrirspurn seljanda undir slíkum kringumstæðum, t.d. með því að kaupandinn haldi fast við upphaflegan viðbótarfrest.34 í 22. gr. neyt.kpl. er ákvæði sambærilegt 24. gr. kpl.35 Ef fyrirspum seljanda full- nægir ekki kröfum 22. gr. neyt.kpl. eiga við ákvæði 3. mgr. 21. gr. þeirra laga og ákvæði um riftunarfrest. Þannig heldur neytandinn rétti sínum til þess að krefjast efnda in natura meðan frestur samkvæmt 3. mgr. 21. gr. er ekki útrunninn, og riftun- 33 Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 82-83. 34 Sambærilegar reglur og fram koma í lagagreininni eru í 49. gr. Sþ-sáttmálans. Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 83 35 Alþt. 2002-2003, þskj. 904, bls. 41-42. 236
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.