Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Page 28
að kaupandi hafi átt að taka við hlutnum með takmörkunum sem leiðir af rétti
þriðja manns. Sjá nánar um þetta efni 41. gr. kpl., g-lið 2. mgr. 15. gr. neyt.kpl.
og 46. gr. fast.kpl.
3.2 Galli feli í sér verulegar vanefndir
Samkvæmt 1. mgr. 39. gr. kpl. er það meginskilyrði riftunar að galla megi
meta til verulegra vanefnda. Urlausn þess hvort um verulegan galla er að ræða
eða ekki byggir á heildarmati þar sem m.a. skiptir máli hvort unnt er að bæta úr
gallanum eða ekki. Ber þá að líta til þess tíma og óhagræðis sem kaupandi hefur
af úrbótum. Ef seljandi vanrækir úrbætur, eða ekki tekst að bæta úr söluhlut,
hefur það þýðingu fyrir heildarmatið. A það einkum við þegar um er að ræða
hluti sem sérstaklega eru búnir til eða útvegaðir kaupanda. Þar sem seljandinn
hefur í slíkum kaupum sérstaka hagsmuni af því að kaupandinn veiti söluhlut
viðtöku verður mat á því hvort um verulegan galla er að ræða heldur strangara
en ella.
Hugtakið veruleg vanefnd er skilgreint í 94. gr. kpl. að því er varðar alþjóð-
leg kaup og í 25. gr. Sþ-sáttmálans. Þau ákvæði geta haft þýðingu við túlkun 39.
gr. I 94. gr. segir að vanefndir samningsaðila teljist verulegar ef þær leiða til
slíks tjóns fyrir gagnaðila að hann telst af þeirra völdum mun verr settur en hann
mátti með réttu vænta samkvæmt samningnum, nema því aðeins að sá aðili sem
vanefnir hafi ekki séð það fyrir og ekki heldur skynsamur maður í sömu stöðu
og við sömu aðstæður gat með sanngirni séð fyrir. Ef um er að ræða galla
samhliða greiðsludrætti verður að líta til þeirra heildaráhrifa sem slíkt hefur
fyrir kaupandann þegar metið er hvort skilyrði riftunar eru fyrir hendi eða ekki.
Ef hið selda er samsett úr mörgum einingum ræðst þýðing gallans eða gallanna
af mati á því hvaða þýðingu afhending hinna gölluðu vara hafði á kaupin í heild
sinni.39
Almennt skiptir ekki máli í tengslum við riftunarréttinn hver er orsök gall-
ans eða hver er orsök þess að úrbætur takast ekki eða þær eru ekki gerðar. Því
geta vanefndir oft verið verulegar þótt þær sé að rekja til atvika sem seljandi
fékk engu ráðið um.
I 32. gr. neyt.kpl. ræðir um heimild neytanda til riftunar þegar söluhlutur er
haldinn galla. Segir í ákvæðinu að í stað afsláttar samkvæmt 31. gr. geti
neytandi rift kaupum nema galli sé óverulegur. Akvæði þetta er að mestu í
samræmi við 1. mgr. 39. gr. kpl., en nokkur breyting var gerð á ákvæðinu og
byggir sú breyting á 6. mgr. 3. gr. tilskipunar um neytendakaup. Það leiðir af
orðum ákvæðisins að neytandi geti „í stað afsláttar“ krafist riftunar að skilyrði
31. gr. laganna þurfa að vera uppfyllt. Þannig má ekki hafa verið bætt úr gall-
39 í 25. gr. Sþ-sáttmálans segir að vanefndir annars aðila séu verulegar ef afleiðingar þeirra fyrir
gagnaðila eru þær að hann verði sviptur því efnislega að öllu verulegu leyti sem hann mátti gera
ráð fyrir af samningnum, nema ef sá sem vanefnir sá ekki slíkt fyrir og skynsamur maður í sömu
stöðu og við sömu aðstæður hefði ekki séð slíkt fyrir. Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 111.
238