Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Page 33

Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Page 33
verðrýmun má rekja til útlitsgalla söluhlutar. Ákvæðinu er einungis ætlað að gilda í undantekningartilvikum og þá sérstaklega þegar neytandi getur ekki gripið til annarra úrræða. í 3. mgr. 31. gr. neyt.kpl. kemur fram sú sérregla að neytandi getur ekki krafist afsláttar þegar um er að ræða sölu notaðra hluta á uppboði þar sem neyt- andi hafði möguleika á að vera viðstaddur. Ákvæðið er að mestu leyti í sam- ræmi við 2. mgr. 37. gr. kpl., en breytingar sem gerðar hafa verið á því ákvæði, varðandi kröfuna um að neytandi hafi haft möguleika á að vera viðstaddur uppboðið, má rekja til 3. mgr. 1. gr. tilskipunar um neytendakaup. Rökin fyrir ákvæðinu eru þau að hér er um að ræða sérstaka aðferð við sölu þar sem hlutur er venjulega seldur í því ástandi sem hann er í og neytandi ákveður sjálfur að nokkru endurgjaldið fyrir hlutinn.47 3.5 Riftun þegar vanefnd varðar einungis hluta hins selda Ef vanefndir seljanda varða einvörðungu hluta hins selda eiga reglur V. kafla kpl. við að því er þann hluta varðar. Kaupandi getur rift kaupunum með öllu ef vanefndir eru verulegar á samningnum í heild sinni (1. mgr. 43. gr.). Ef ráða má af atvikum að seljandi hafi lokið afhendingu af sinni hálfu, þótt umsamið magn hafi ekki allt verið afhent, eiga reglurnar um galla við (2. mgr. 43. gr.).48 Ákvæðið á við um þau tilvik þegar seljandi afhendir aðeins hluta hins selda, en þá er hinn hlutinn annað hvort ekki afhentur eða afhentur of seint. Getur þar bæði verið um greiðsludrátt og magngalla að ræða. Einnig gildir ákvæðið þegar hluti hinnar afhentu greiðslu er gallaður (galli á eiginleikum söluhlutar/gæða- galli). Regla 1. mgr. 43. gr. kpl. gildir þegar ákveðinn fjöldi eintaka eða ákveðin eintök úr tiltekinni sendingu eru afhent of seint eða reynast gölluð. I slíkum til- vikum getur kaupandinn beitt vanefndaúrræðum að því er varðar þann hluta. Orðasambandið hluta hins selda gerir ráð fyrir því að unnt sé að skipta hinu selda upp í tilgreindar sendingar eða hluta, t.d. sekki eða tunnur eða því um líkt, þannig að unnt sé að afmarka vanefndakröfur við ákveðna þætti. Ákvæðið á hins vegar ekki við um tilvik þar sem galli er á hluta hins selda, og sá hluti er í svo nánum, raunverulegum og starfslegum tengslum við hinn hlutann að ekki er með sanngirni unnt að greina þar á milli. Sem dæmi um þetta má nefna það tilvik þegar tilteknir hlutar í tölvuvélbúnaði eru gallaðir. í slíkum tilvikum verð- ur að líta á gallann sem galla á hlutnum í heild sinni. Sama gildir þegar senda á vélbúnaðinn til kaupanda í mörgum hlutum og seinkun verður á einni sending- unni.49 47 Alþt. 2002-2003, þskj. 904, bls. 55-56. 48 f 51. gr. Sþ-sáttmálans er ákvæði sem svarar til 1. mgr. lagagreinarinnar, en þar er hins vegar ekki að finna ákvæði samsvarandi 2. mgr. í eldri lögum voru engin ákvæði sambærileg 1. mgr., en 2. mgr. lagagreinarinnar svarar til 50. gr. eldri laga. Sjá Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 119. 49 Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 119. 243
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.