Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Page 38

Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Page 38
milli þessara afhendinga og þeirrar afhendingar sem vanefnd varð um. Er þá skilyrði að kaupandinn rifti varðandi þá greiðslu sem vanefnd varðar. Sambæri- legt ákvæði er í 3. mgr. 58. gr. neyt.kpl.59 Það er skilyrði samkvæmt. 3. mgr. 44. gr. kpl. að slrkt samhengi sé milli afhendinganna að þær geti ekki nýst í þeim tilgangi sem gert var ráð fyrir við samningsgerðina. Dæmi um þetta er þegar afhenda á í áföngum hráefni af til- teknum gæðum og í slíku magni að sambærilegt magn eða gæði er ekki unnt að fá annars staðar. Þegar um er að ræða riftun að því er varðar síðari afhendingu getur kaupandi oft valið að beita ákvæðum 2. mgr. 44. gr. og rift aðeins að því er síðari greiðslur varðar, án tillits til samhengisins milli greiðslnanna.60 Sömu sjónarmið gilda um beitingu 3. mgr. 58. gr. neyt.kpl. Þannig getur neytandi, t.d. þegar um er að ræða riftun að því er varðar síðari afhendingu, oft valið að beita ákvæðum 2. mgr. 58. gr. og rift aðeins að því er síðari greiðslur varðar, án tillits til samhengisins milli greiðslnanna.61 5. RIFTUN VEGNA GREIÐSLUDRÁTTAR KAUPANDA 5.1 Yfirlit í lausafjárkaupum felst meginskylda kaupanda í því að greiða kaupverðið. Einnig ber honum að inna af hendi aðrar þær skyldur sem samningurinn leggur honum á herðar. Vanefni kaupandinn þessar skyldur getur seljandinn að öðrum skilyrðum fullnægðum öðlast þær vanefndaheimildir sem upp eru taldar í 51. gr. kpl. Þegar um vanefndir kaupanda er að ræða er í kpl., hvað riftun sem vanefndaúrræði varðar af hagkvæmniástæðum, greint á milli greiðsluskyldunn- ar annars vegar og annarra s/cyldna hins vegar. Ákvæði 54. gr. kpl. á aðeins við um skilyrði riftunar þegar kaupandi vanefnir greiðsluskyldu sína, en um skil- yrði riftunar þegar kaupandi stuðlar ekki að efndum er rætt í 55. gr., sbr. einnig 59. gr. sem fjallar um riftunarfrest.62 I 54. gr. kpl. segir að seljandi geti rift kaupum vegna dráttar á greiðslu kaupverðsins þegar um verulegar vanefndir af hálfu kaupanda er að ræða (1. mgr.). Einnig er unnt að rifta kaupum þegar kaupandi greiðir ekki kaupverðið innan sanngjarns viðbótar- frests sem seljandi hefur sett til efndanna (2. mgr.). Seljandi getur ekki rift kaupum meðan viðbótarfrestur er að líða, nema því aðeins að kaupandi hafi lýst því yfir að hann muni ekki efna kaupin á þeim tíma (3. mgr.). Ef kaupandi hefur þegar veitt söluhlut viðtöku getur seljandi því aðeins rift kaupunum að hann hafi gert um það fyrirvara eða kaupandi hafnar hlutnum. í alþjóðlegum kaupum er þó unnt að rifta 59 Um skýringar á 3. mgr. 58. gr. neyt.kpl. sjá Alþt. 2002-2003, þskj. 904, bls. 78. 60 Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 121. 61 Alþt. 2002-2003, þskj. 904, bls. 78. 62 Af öðrum riftunarreglum laganna má nefna 25., 26. og 39. gr. um riftunarrétt kaupanda við afhendingardrátt seljanda eða galla á söluhlut. Um riftun þegar afhenda á hið selda í áföngum eða 248
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.