Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Page 38
milli þessara afhendinga og þeirrar afhendingar sem vanefnd varð um. Er þá
skilyrði að kaupandinn rifti varðandi þá greiðslu sem vanefnd varðar. Sambæri-
legt ákvæði er í 3. mgr. 58. gr. neyt.kpl.59
Það er skilyrði samkvæmt. 3. mgr. 44. gr. kpl. að slrkt samhengi sé milli
afhendinganna að þær geti ekki nýst í þeim tilgangi sem gert var ráð fyrir við
samningsgerðina. Dæmi um þetta er þegar afhenda á í áföngum hráefni af til-
teknum gæðum og í slíku magni að sambærilegt magn eða gæði er ekki unnt að
fá annars staðar. Þegar um er að ræða riftun að því er varðar síðari afhendingu
getur kaupandi oft valið að beita ákvæðum 2. mgr. 44. gr. og rift aðeins að því
er síðari greiðslur varðar, án tillits til samhengisins milli greiðslnanna.60 Sömu
sjónarmið gilda um beitingu 3. mgr. 58. gr. neyt.kpl. Þannig getur neytandi, t.d.
þegar um er að ræða riftun að því er varðar síðari afhendingu, oft valið að beita
ákvæðum 2. mgr. 58. gr. og rift aðeins að því er síðari greiðslur varðar, án tillits
til samhengisins milli greiðslnanna.61
5. RIFTUN VEGNA GREIÐSLUDRÁTTAR KAUPANDA
5.1 Yfirlit
í lausafjárkaupum felst meginskylda kaupanda í því að greiða kaupverðið.
Einnig ber honum að inna af hendi aðrar þær skyldur sem samningurinn leggur
honum á herðar. Vanefni kaupandinn þessar skyldur getur seljandinn að öðrum
skilyrðum fullnægðum öðlast þær vanefndaheimildir sem upp eru taldar í 51.
gr. kpl. Þegar um vanefndir kaupanda er að ræða er í kpl., hvað riftun sem
vanefndaúrræði varðar af hagkvæmniástæðum, greint á milli greiðsluskyldunn-
ar annars vegar og annarra s/cyldna hins vegar. Ákvæði 54. gr. kpl. á aðeins við
um skilyrði riftunar þegar kaupandi vanefnir greiðsluskyldu sína, en um skil-
yrði riftunar þegar kaupandi stuðlar ekki að efndum er rætt í 55. gr., sbr. einnig
59. gr. sem fjallar um riftunarfrest.62
I 54. gr. kpl. segir að seljandi geti rift kaupum vegna dráttar á greiðslu kaupverðsins
þegar um verulegar vanefndir af hálfu kaupanda er að ræða (1. mgr.). Einnig er unnt
að rifta kaupum þegar kaupandi greiðir ekki kaupverðið innan sanngjarns viðbótar-
frests sem seljandi hefur sett til efndanna (2. mgr.). Seljandi getur ekki rift kaupum
meðan viðbótarfrestur er að líða, nema því aðeins að kaupandi hafi lýst því yfir að
hann muni ekki efna kaupin á þeim tíma (3. mgr.). Ef kaupandi hefur þegar veitt
söluhlut viðtöku getur seljandi því aðeins rift kaupunum að hann hafi gert um það
fyrirvara eða kaupandi hafnar hlutnum. í alþjóðlegum kaupum er þó unnt að rifta
59 Um skýringar á 3. mgr. 58. gr. neyt.kpl. sjá Alþt. 2002-2003, þskj. 904, bls. 78.
60 Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 121.
61 Alþt. 2002-2003, þskj. 904, bls. 78.
62 Af öðrum riftunarreglum laganna má nefna 25., 26. og 39. gr. um riftunarrétt kaupanda við
afhendingardrátt seljanda eða galla á söluhlut. Um riftun þegar afhenda á hið selda í áföngum eða
248