Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Page 57

Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Page 57
stæðum að öðru leyti. Þegar fyrir liggja veruleg not verður að meta hæfilegt endurgjald fyrir þau í hverju tilviki fyrir sig. Leggja ber til grundvallar þau not sem kaupandinn hefur haft af hlutnum að frádregnum þeim kostnaði sem hann hefur haft. I slíku mati er heimilt að líta bæði til beins kostnaðar kaupanda og þeirra óþæginda sem hann hefur haft. Sem dæmi um veruleg not í neytenda- kaupum má nefna að eðlilegt væri að greiða endurgjald þegar kaupum á pels er rift eftir að hann hefur verið notaður í tvö ár. Hins vegar væri ekki eðlilegt að krefjast endurgjalds fyrir not af bíl ef kaupum er rift innan tveggja til þriggja mánaða. Þó þarf að skoða aðstæður hveriu sinni við mat á því hvað teljist veru- leg not.104 Hugtakið hœfilegt endurgjald ber að skilja þannig að endurgjaldið getur venjulepa ekki orðið hærra en sú verðmætisrýmun sem not kaupanda hafa leitt af sér. A hinn bóginn leiðir af framansögðu að kaupandanum ber ekki án fyrir- vara að greiða fulla verðrýmun hlutarins. Endurgjaldi skal almennt svara fyrir tímabilið frá því að söluhlut var veitt viðtaka og þar til honum er skilað aftur. Af samningi aðila getur þó leitt að afrakstur af söluhlut eigi að koma kaupand- anum til góða frá fyrra tímamarki, og þegar svo hagar til ber að sjálfsögðu að miða við það tímamark. Ef það er kaupandinn sem riftir kaupum verður að taka sérstaka afstöðu til þess hvort hann eigi að greiða bætur fyrir notkun sem hann hafði af hlutnum eftir að gallinn kom í ljós, t.d. meðan deilt var um hvort rift- unarréttur væri til staðar. Hér sem endranær verður að meta hvað telst hæfilegt endurgjald.105 7.3.2 Skylda seljanda til að greiða vexti Seljanda ber skv. 2. mgr. 65. gr. kpl. að greiða vexti í samræmi við ákvæði 71. gr. ef hann á að endurgreiða kaupverðið.106 Ber þá að miða upphafstíma vaxta við þann dag sem seljandi tók á móti greiðslunni. Ef kaupandinn hefur greitt kaupverðið með afborgunum verður að miða vexti við hverja einstaka afborgun. Sama gildir hafi kaupverðið verið greitt fyrir fram, þ.e. þá ber selj- anda að greiða vexti frá því hann tók við greiðslunni. Rétt til frekari greiðslna en vaxta á kaupandi hins vegar ekki samkvæmt ákvæði þessu. Akvæði 2. mgr. 50. gr. neyt.kpl. er nokkuð frábrugðið 2. mgr. 65. gr. kpl. í fyrri málslið 2. mgr. 50. gr. kemur fram sambærileg regla og er í lögum um •ausafjárkaup, að seljanda beri að greiða vexti í samræmi við ákvæði laga um vexti og verðtryggingu ef hann á að endurgreiða kaupverðið. Hins vegar ber að 111 iða upphafstíma vaxta við annað tímamark en samkvæmt kpl., eða þann dag sem neytandi tilkynnti seljanda að hann myndi bera fyrir sig gallann. Síðari >04 Alþt. 2002-2003, þskj. 904, bls. 70. 105 Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 145-146. 106 I 71. gr. kpl. kemur fram að sé kaupverðið, eða önnur vangoldin fjárhæð, ekki greidd á réttum tima beri skuldara að greiða vexti af fjárhæðinni í samræmi við ákvæði vaxtalaga, þ.m.t. hvað varðar vaxtafót, upphafstíma vaxta og útreikning þeirra. 267
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.