Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Page 61
um varð ljós eða mátti verða Ijós galli sá sem er ástæða þess að hann hafnar
söluhlut. Þannig stendur það riftun og nýrri afhendingu í vegi ef not neytanda,
eftir að honum varð galli ljós, hafa leitt til verulegrar rýmunar á ástandi hlutar
og magni. Því verður neytandinn að hætta við að nota hlutinn ef hann ætlar sér
að rifta umræddum kaupum eða krefjast nýrrar afhendingar. Akvæðið á við
hver svo sem ástæða verðmætisrýrnunar söluhlutar er. Almenn skilyrði riftunar
eða réttar til að krefjast nýrrar afhendingar verða að vera til staðar, og verður að
túlka ákvæðið með þeirri takmörkun að því verði ekki beitt þegar hlutur er með
öllu ónýtur.
7.4.3 Undantekningar skv. 2. mgr. 66. gr. kpl. og 2. mgr. 51. gr. neyt.kpl.
Akvæði 2. mgr. 66. gr. kpl. er nýmæli samanborið við eldri lög og felst í því
rýmkun réttarins til þess að rifta kaupum eða krefjast nýrrar afhendingar þótt
hlut verði ekki skilað aftur í sama ástandi eða magni. Samkvæmt ákvæðinu
glatar kaupandinn ekki þeim réttindum sínum ef hann bætir þá verðmætisrýrn-
un sem orðin er á hlutnum. Akvæði 2. mgr. 51. gr. neyt.kpl. er orðað með sama
hætti.
Þegar um er að ræða not hlutar áður en kaupandinn mátti verða gallans var
fellur tilvikið undir 1. málsl. í c-lið 1. mgr. Það má á hinn bóginn hugsa sér að
kaupandinn sjái sig tilneyddan að nota hlutinn að ákveðnu marki eftir að gallinn
kom í ljós, t.d. vegna þess að hann getur ekki án hlutarins verið í rekstri sínum
þótt gallaður sé. I slíkum tilvikum getur verið ástæða til að veita kaupandanum
heimild til riftunar með því skilyrði að verðmætisrýmun verði bætt. En ákvæð-
inu má einnig beita um önnur tilvik þar sem engar af undantekningunum í a-c-
liðum eiga við.
Af því sem að framan segir leiðir að ákvæðið á við hver svo sem ástæða
verðmætisrýrnunar er. Almenn skilyrði riftunar eða réttar til að krefjast nýrrar
afhendingar verða að vera til staðar. Ákvæðið verður að túlka með þeirri tak-
mörkun að því verði ekki beitt þegar hlutur er með öllu ónýtur eða hann hefur
verið seldur áfram á þann hátt að engu verður skilað til baka.
7.4.4 Missir réttar til riftunar í fasteignakaupum
í 3. mgr. 32. gr. fast.kpl. segir að það sé skilyrði riftunar samkvæmt þeirri
grein að fasteignin hafi ekki rýrnað, skemmst eða farist meðan kaupandi bar
úhættu af henni. Riftun getur þó farið fram ef orsakir þess að fasteign rýmar,
skemmist eða ferst, eru tilviljunarkenndir atburðir eða aðrar ástæður sem kaup-
andi ber ekki ábyrgð á, eða atvik sem urðu áður en kaupandi varð eða mátti
verða var við þær aðstæður sem riftun er reist á. Kaupandi glatar ekki heldur
rétti til riftunar ef hann greiðir seljanda bætur vegna verðrýmunar.
Ákvæði þetta er sambærilegt 66. gr. kpl. Samkvæmt fyrirmælum 3. mgr. 32. gr.
fast.kpl. er það skilyrði riftunar að fasteign hafi ekki rýmað, skemmst eða farist á
meðan kaupandi bar áhættu af henni. Frá þessu er vikið í 2. málsl. ef framangreindur
271