Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Side 70

Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Side 70
hagsmuni félaga stéttarfélags væru aðrar leiðir einnig færar. Ákvæði 11. gr. fæli því ekki í sér rétt stéttarfélagsins til að krefjast þess af ríkisvaldinu sem vinnu- veitanda að það gerði við sig kjarasamning.24 I báðum þessum málum vísaði dómstóllinn til þess að stéttarfélögin hefðu haft möguleika á að berjast fyrir hagsmunum félaga sinna með öðrum hætti, svo sem með því að leggja fram kröfur sínar fyrir þeirra hönd. I máli Schmidt og Dahlström gegn Svíþjóð frá 1976 var fjallað um verkfalls- réttinn sem einn af möguleikum stéttarfélaganna til að gæta hagsmuna félaga sinna. Kærendur voru meðlimir stéttarfélaga sem höfðu farið í verkföll. Eftir að samningar náðust voru launahækkanir ekki látnar ná til þeirra vegna aðildar þeirra að þessum stéttarfélögum. Þeir héldu því fram að þessar aðgerðir stæðust ekki gagnvart ákvæði 11. gr. MSE þar sem þær væru til þess fallnar að halda þeim frá því að fara í verkföll. Dómstóllinn minnti á að MSE vemdar réttinn til að gæta starfstengdra hagsmuna meðlima stéttarfélaga með aðgerðum af hálfu félaganna og að aðildarríkjunum bæri skylda til að heimila framkvæmd og þró- un slíkra aðgerða. Akvæði 1. mgr. 11. gr. léti ríkjunum samt sem áður eftir frjálst val um það með hvaða hætti þau ræktu þessar skyldur sínar. Verkföll væru án efa ein af mikilvægustu aðgerðum stéttarfélaga til að ná fram þessum markmiðum sínum, en aðrar leiðir væru þeim einnig færar. Slíkur réttur, sem fælist ekki berum orðum í 11. gr., gæti með löggjöf ríkja verið háður takmörk- unum í ákveðnum tilvikum. Um það vísaði dómstóllinn til FSE þar sem réttur- inn til verkfalla er vemdaður í 4. mgr. 6. gr. en jafnframt háður takmörkunum samkvæmt ákvæðinu og 31. gr. sáttmálans. Kröfur MSE feli í sér að félögum stéttarfélaga sé við aðstæður sem brjóti ekki gegn 11. gr. mögulegt að berjast með aðstoð stéttarfélaganna fyrir vemd starfstengdra hagsmuna sinna. Athugun á gögnum málsins hefði ekki leitt í ljós að kærendur hefðu verið sviptir þessum möguleika.25 Dómstóllinn tók þannig ekki beina afstöðu til þess hvort eða að hvaða marki verkfallsrétturinn væri vemdaður af 11. gr. MSE. Athyglisverð er hins vegar tilvísun dómstólsins til FSE um að tilteknar takmarkanir séu heimilar á verkfallsréttinum. Af því mætti álykta sem svo að rétturinn til að fara í verk- föll sé í rauninni vemdaður í 11. gr. þannig að fari ríki yfir þau mörk sem heim- iluð em í sáttmálanum sé um að ræða brot á ákvæðinu. Það hefur þó verið um- deilt hvaða merkingu eigi að leggja í afstöðu dómstólsins til verkfallsréttarins í þessu máli.26 Verður vart gengið lengra í túlkun á dóminum en að líta svo á að af honum leiði að séu ekki heimilaðar eða vemdaðar í landslögum aðildarríkis aðrar aðferðir fyrir stéttarfélag en verkfall til að gæta hagsmuna félagsmanna 24 Swedish Engine Drivers' Union gegn Svíþjóð, dómur 19. janúar 1976. 25 Schmidt og Dahlström gegn Svíþjóð, dómur 19. janúar 1976. 26 Sjá John Hendy: „The Human Rights Act, Article 11, and the Right to Strike“, bls. 587 og Gavin Lightman og John Bowers: „Incorporation of the ECHR and its Impact on Employment Law“, bls. 574-575 og 587. 280
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.