Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Page 86
Islands o.fl. gegn ríkisstjórn Islands, sem vísað hefur verið til hér að framan,
þar sem niðurstaðan var sú að umrædd lagasetning á verkföll fiskimanna hafi í
ýmsu tilliti brotið gegn samþykktum ILO nr. 87 og 98 og að þær efnahagslegu
forsendur sem ríkisstjórnin byggði á gætu ekki talist nægileg rök fyrir slíkri
röskun á verkfallsréttinum.
Dómurinn í sjómannamálinu gefur tilefni til ýmissa vangaveltna m.a. út frá
þeim atriðum sem dregin eru fram hér að framan. Með hliðsjón af viðfangsefni
þessarar greinar verður þó látið við það sitja að skoða nánar þá áherslu sent
dómurinn leggur á gildi 11. gr. MSE við túlkun á 1. mgr. 74. gr. stjómarskrár-
innar og þá forsendu hans að líta aðeins til ákvæða annarra alþjóðasáttmála en
MSE „að því leyti sem þeir fjalla um réttindi stéttarfélaga og mannréttindadóm-
stóllinn hefur vísað til þeirra við túlkun á 11. gr.“ Fyrst verður vikið að dóma-
framkvæmd MDE um þetta efni.
4.2 Að hvaða marki hefur MDE tekið tillit til annarra sáttmála en MSE í
úrlausnum sínum um réttindi stéttarfélaga, þ. á m. verkfallsréttinn?
Hér að framan hefur verið gerð grein fyrir helstu úrlausnum MDE sem snerta
inntak réttar stéttarfélaga samkvæmt 11. gr. MSE til að gæta hagsmuna félaga
sinna, þar á meðal með beitingu verkfallsréttarins. í sárafáum þeirra vísar
dómstóllinn til FSE eða samþykkta ILO.75 Dómstóllinn hefur einnig vikið að
FSE þegar hann hefur fjallað um réttindi stéttarfélaga því til skýringar að ekki
felist frekari réttindi í MSE en leidd verði af FSE.76 Helgast það vafalaust af því
að dómstóllinn hefur almennt mikinn vara gagnvart því að seilast inn á svið
efnahagslegra og félagslegra réttinda.77 Er rökrétt að ætla að sú afstaða dóm-
stólsins ráðist m.a. af því að hann telji sig ella kominn inn á svið annarra sátt-
ntála en þess sem honum er ætlað að fjalla um og geyma réttindi annars eðlis
heldur en mælt er fyrir um í MDE. í þeim þremur málum sem vísað er til hér
að framan og varða verkfallsréttinn sem slíkan, þ.e. Schmidt og Dahlström gegn
Svíþjóð, UNISON gegn Bretlandi og Samtök úthafsstarfsmanna gegn Noregi
vísaði dómstóllinn aðeins í fyrstnefnda málinu til FSE og þá til stuðnings því
75 í máli Gustafsson gegn Svíþjóð vísaði dómstóllinn til samþykkta ILO og FSE auk 8. gr. AEFMR
til að leggja áherslu á meginregluna unt lögmæti kjarasamningsviðræðna. I máli Wilson gegn
Bretlandi vísaði MDE til afstöðu sérfræðinganefndar FSE og félagafrelsisnefndar ILO til löggjafar
í Bretlandi. Nefndimar höfðu gagnrýnt það að samkvæmt breskum lögum var mögulegt fyrir
atvinnurekendur að draga úr eða hindra möguleika stéttarfélaga til að vinna að hagsmunum félaga
sinna. Vísaði dómstóllinn m.a. til þessa í niðurstöðu sinni um að það að atvinnurekendum væri
mögulegt að beita fjárhagslegum þrýstingi til að fá starfsmenn til að láta mikilvæg starfstengd
réttindi af hendi fæli í sér brot á 11. gr. Sjá Wilson & the National Union of Journalists ofl. gegn
Bretlandi, ákvörðun 2. júlí 2002. Þessi mál varða hins vegar ekki verkfallsréttinn sem slíkan.
76 Swedish Engine Drivers’ Union gegn Svíþjóð, dómur 19. janúar 1976 og Schmidt og Dahlström
gegn Svíþjóð, dómur 19. janúar 1976.
77 Sjá Alastair Mowbray: Cases and Materials on the European Convention on Human Rights,
bls. 563.
296