Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Blaðsíða 87

Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Blaðsíða 87
að takmarkanir á verkfallsréttinum væru heimilar. í engum þessara mála vísar hann til samþykkta ILO. MDE hefur á hinn bóginn litið bæði til FSE og samþykkta ILO um skýringu á rétti einstaklinga til að standa utan félaga (neikvæðu félagafrelsi) og haft niðurstöður eftirlitsaðila sáttmálanna til hliðsjónar við túlkun á inntaki þeirra réttinda samkvæmt 11. gr. MSE.78 Hefur dómstóllinn þannig gengið mjög langt í að viðurkenna rétt til að standa utan félaga miðað við það að í undirbúnings- gögnum MSE kemur fram að ákveðið var að þessi réttindi skyldu ekki tekin upp í 11. gr.79 Bent hefur verið á að með þessari afstöðu sinni leggi dómstóllinn ofuráherslu á frelsi einstaklingsins (til að standa utan stéttarfélaga) sem kunni að draga úr þeirri vemd sem hann sé reiðubúinn að veita réttindum stéttarfélaga, þar á meðal verkfallsréttinum, samkvæmt 11. gr.80 Ekki gefst tækifæri til að fjalla sérstaklega um þetta efni hér, en vísað til þess því til áréttingar að gera verður greinarmun á því þegar dregnar eru ályktanir af niðurstöðum mannrétt- indadómstólsins hvort umfjöllunarefni hans í tilteknu máli er hinn jákvæði þáttur félagafrelsisins, þ.e. rétturinn til að stofna og ganga í félög, eða sá nei- kvæði, þ.e. rétturinn til að standa utan félaga. Að því er snertir hið jákvæða félagafrelsi liggur fyrir að þrátt fyrir að MDE hafi í niðurstöðum sínum út af fyrir sig lagt áherslu á athafnafrelsi og samn- ingsfrelsi stéttarfélaga, og í einhverjum mæli litið um það efni til ákvæða FSE og samþykkta ILO, hefur hann ekki túlkað 11. gr. MSE í ljósi þessara sáttmála þannig að það gefi inntaki verkfallsréttarins samkvæmt ákvæðinu rýmri merk- ingu. Þegar fjallað er um hvort takmarkanir á verkfallsréttinum samrýmist 1. mgr. 74. gr. stjómarskrárinnar virðist þannig ekki hafa þýðingu að horfa til sátt- mála um félagsleg réttindi „að því leyti sem þeir fjalla um réttindi stéttarfélaga og mannréttindadómstóllinn hefur vísað til þeirra við túlkun á 11. gr. mannrétt- indasáttmálans“, sbr. röksemdir Hæstaréttar í sjómannamálinu. Kemur því nokkuð á óvart sú afstaða Hæstaréttar að byggja á þessari forsendu, s.s. um að gera verði strangar kröfur til lagasetningar sem bannar tiltekin verkföll. Virðist dómurinn með þeirri afstöðu út af fyrir sig ganga nokkuð lengra en í raun verður leitt af niðurstöðum MDE varðandi þetta efni. 4.3 Staða alþjóðasamninga um mannréttindi að landsrétti Það leiðir af þeim viðhorfum sem lögð hafa verið til grundvallar hér á landi um tvíeðli þjóðaréttar og landsréttar að ákvæði þjóðréttarsamninga teljast ekki sjálfkrafa hluti af landsrétti. Samkvæmt þessum viðhorfum verður slíkum ákvæðum ekki beitt af íslenskum dómstólum nema þau hafi verið sérstaklega 7S Sjá mál Sigurðar Sigurjónssonar gegn íslandi, dómur 24. júní 1993. 79 Sjá um þetta efni Elín Blöndal: „„Neikvætt félagafrelsi" - Um rétt einstaklinga til að standa uian félaga", bls. 55-58. 80 Tonia Novitz: International and European Protection of the Right to Strike, bls. 232-237. Sjá einnig til hliðsjónar Andrew Clapham: Human Rights in the Private Sphere, bls. 232-240. 297
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.