Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Side 88
leidd í lög. Sú lögskýringarregla gildir þó að landslög skuli túlka með hliðsjón
af alþjóðalögum.81 A síðustu árum hafa dómstólar í auknum mæli tekið tillit til
og vitnað í alþjóðasamninga um mannréttindi við túlkun stjómarskrárinnar.82
Hefur vægi þeirra við túlkun og skýringu á ákvæðum stjómarskrárinnar þannig
aukist mjög, einkum eftir endurskoðun á mannréttindaákvæðum stjórnarskrár-
innar árið 1995.83 Kemur m.a. fram í athugasemdum með frumvarpi til stjóm-
arskipunarlaga nr. 97/1995 að eitt af meginmarkmiðum þeirrar endurskoðunar
var að taka mið af þeim þjóðréttarlegu skuldbindingum sem íslenska ríkið hefur
gengist undir með aðild sinni að alþjóðlegum mannréttindasáttmálum.84 Virðist
því ljóst að gert er ráð fyrir að höfð sé hliðsjón af slíkum sáttmálum við túlkun
og skýringu stjórnarskrárinnar óháð því hvort þeir hafa verið lögfestir eða ekki.
Hitt er annað mál að lögfesting MSE, sbr. lög nr. 62/1994, hefur skapað honum
nokkra sérstöðu hér á landi miðað við aðra alþjóðasamninga um mannréttindi,
sem kann jafnvel að eiga við gagnvart ákvæðum stjómarskrár.85 Að því er
snertir beitingu alþjóðlegra sáttmála af hálfu dómstóla hér á landi við túlkun á
ákvæðum stjómarskrárinnar liggur fyrir að MSE er sá sáttmáli sem í allflestum
tilvikum hefur verið til umfjöllunar, bæði fyrir og eftir lögfestingu sáttmálans.
Þó era dæmi þess að Hæstiréttur hafi tekið mið af öðrum þjóðréttarsamningum
í niðurstöðum sínum, sbr. dóm hans frá 19. desember 2000 í máli nr. 125/2000
(í svokölluðu öryrkjamáli), þar sem fjallað var um ákvæði 1. mgr. 76. gr. stjóm-
arskrárinnar sem mælir fyrir um rétt til framfærsluaðstoðar. Var ákvæðið túlkað
af meiri hluta Hæstaréttar með hliðsjón af þeim alþjóðasamningum sem vemda
félagsleg réttindi og vísað er til í athugasemdum við ákvæðið í framvarpi því er
varð að stjómarskipunarlögum nr. 97/1995, þ.e. FSE og AEFMR. Þrátt fyrir
þessa niðurstöðu er ljóst að sáttmálar sem vemda efnahagsleg og félagsleg rétt-
indi standa enn langt að baki MSE, sé miðað við þau tilvik þar sem höfð hefur
verið hliðsjón af alþjóðlegum mannréttindasáttmálum í dómsúrlausnum hér á
landi. Á þessu kann þó að verða einhver breyting þar sem með auknum skiln-
ingi og þekkingu á inntaki þeirra sáttmála sem vemda efnahagsleg og félagsleg
réttindi er líklegt að á þá reyni í auknum mæli fyrir dómstólum.
81 Sjá Stefán Már Stefánsson: „Um þörf á lögfestingu þjóðréttarsamninga", bls. 4 og Gunnar G.
Schram: Stjómskipunarréttur, bls. 385-386.
82 Sjá t.d. dóma Hæstaréttar frá 1995, bls. 1444, frá 18. desember 2000 í máli nr. 419/2000 og frá
19. desember 2000 í máli nr. 125/2000 (öryrkjamálið).
83 Sjá Gunnar G. Schram: Stjómskipunarréttur, bls. 461-462 og Björg Thorarensen: „Beiting
ákvæða um efnahagsleg og félagsleg mannréttindi í stjómarskrá og alþjóðasamningum", bls. 85.
84 Alþt. 1994-95, A-deild, bls. 2080-2081.
85 Sjá Davíð Þór Björgvinsson: „EES-samningurinn og Mannréttindasáttmáli Evrópu sem
réttarheimildir í íslenskum landsrétti". Úlfljótur. 1. tbl. 1997, bls. 98-101 og til hliðsjónar Pia
Justesen: „Menneskerettighedemes status i dansk ret“, bls. 114.
298