Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Page 100

Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Page 100
Rétt skal mönnum að koma saman með friðsömum hætti og mynda félög með öðr- um, þar á meðal að stofna og ganga í stéttarfélög til vemdar hagsmunum sínum. Eigi skal réttur þessi háður öðrum takmörkunum en þeim sem lög mæla fyrir um og nauðsyn ber til í lýðræðislegu þjóðfélagi vegna þjóðaröryggis eða almannaheilla, til þess að firra glundroða eða glæpum, til vemdar heilsu eða siðgæði manna eða rétt- indum og frelsi. Ákvæði þessarar greinar skulu eigi vera því til fyrirstöðu að löglegar takmarkanir séu settar við því að liðsmenn hers og lögreglu eða stjómarstarfsmenn beiti þessum rétti. Niðurstaða fræðimanna um þetta efni hefur verið sú að í félagafrelsinu sé fólgið athafnafrelsi til handa félögum sem að lrkindum sé sambærilegt almennu athafnafrelsi einstaklinga. Slíkt athafnafrelsi lýtur því sömu takmörkunum og almennt gildir um einstaklinga, að athafnafrelsi þeirra sé bundið við löglegar athafnir.5 Um félög hefur þó einnig verið talið heimilt að setja frekari skorður við starfsemi. Þetta á við t.d. hvað varðar skyldu til opinberrar skráningar og skýrslugjafar til opinberra aðila og jafnvel vissar takmarkanir við sjálfsforræði sem leiða einkum af almennum jafnræðissjónarmiðum. Slík sjónarmið taka til almennra félaga að nokkru leyti og mætti hafa um það langt mál sem ekki verður rætt nánar hér.6 Segja má að í niðurstöðu Hæstaréttar í sjómannamálinu, sem nánar verður rætt um hér á eftir, sé byggt á sjónarmiðum af þessum toga. 2.2 Samband stjórnarskrárinnar og Mannréttindasáttmála Evrópu Sú regla virðist hafa verið viðurkennd beint eða óbeint í dómum Hæstaréttar að almenn lög og stjómarskrána beri að túlka á þann veg sem best samræmist Mannréttindasáttmála Evrópu. Hefur Hæstiréttur haft hliðsjón af ákvæðum mannréttindasáttmálans með þessum hætti bæði fyrir og eftir að sáttmálinn var lögtekinn hér á landi árið 1994, þótt flest dæmin um slíka skýringu úr dómum Hæstaréttar séu yngri.7 Um stöðuna í öðrum aðildarríkjum mannréttindasátt- 5 Sjá nánar Gunnar G. Schram: Stjómskipunarréttur. Háskólaútgáfan 1997, bls. 593 o.áfr. 6 Sjá Tonia Novitz: Intemational and European protection of the right to strike. Oxford University Press 2003, bis. 281 o.áfr. Sjá og til hliðsjónar H 1982 1801 og H 2001, mál 39/2001. 7 Sjá H 1990 2, H 1990 92, H 1992 174, H 1992 401, H 1995 1444, H 1995 2172, H 1996 1633. H 1996 1868, H 1996 2553, H 1996 2584, H 1996 2972, H 1996 4284, H 1997 11, H 1997 2446, H 1997 2828, H 1997 3231, H 1997 3419, H 1997 3700, H 1998 516, H 1998 693, H 1998 734, H 1998 1376, H 1998 2528, H 1999 857, H 1999 1916, H 1999 2147, H 1999 3386, H 1999 3400, H 1999 3401, H 1999 3402, H 1999 3403, H 1999 3404, H 1999 4146, H 2000 280, H 2000 3135, H 2000, mál 419/2000, H 2000, mál 125/2000, H 2001, mál 308/2001, H 2002, mál 397/2001, H 2002, mál 156/2002, H 2002, mál 461/2001, H 2002, mál 24/2002, H 2002, mál 25/2002, H 2002, mál 167/2002, H 2003, mál 338/2002. Sjá einnig varðandi þetta Stefán Már Stefánsson: „Um þörf á lögfestingu þjóðréttarsamninga'*. Skýrsla umboðsmanns Alþingis fyrir árið 1988; Davíð Þór Björgvinsson: „EES-samningurinn og Mannréttindasáttmáli Evrópu sem réttarheimildir í íslenskum landsrétti". Ulfljótur. 1. tbl. 1997; Dóra Guðmundsdóttir: „Um iögtöku Mannréttindasáttmála Evrópu og beitingu í íslenskum rétti". Tímarit lögfræðinga. 3. hefti 1994 og Páll Þórhallsson: „Lögfesting Mannréttindasáttmála Evr- ópu“. Úlfljótur. 2. tbl. 1994. 310
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.