Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Side 101

Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Side 101
málans verður ekki fullyrt hér en það virðist þó vera útbreidd skoðun, og er líklega almennt viðurkennd meðal fræðimanna á þessu sviði, að sambærileg ákvæði lands- réttar beri að túlka til samræmis við ákvæði mannréttindasáttmálans.8 í þessu felst ekki aðeins að texti sáttmálans hafí þýðingu að því er varðar skýringu á inntaki mannréttindareglna heldur hefur í framkvæmd einnig verið litið svo á að túlkanir mannréttindadómstólsins sé unnt að leggja til grundvallar við túlkun sambærilegra mannréttindaákvæða í lögum og stjómarskrá. Þetta á að minnsta kosti við samkvæmt dómaframkvæmd Hæstaréttar íslands eins og m.a. kemur fram í sjómannamálinu. Um þetta mætti fjalla í löngu máli en það er ekki viðfangseíhi þessarar greinar. 2.3 Vernd verkfallsréttar í alþjóðasamningum sem ísland á aðild að Verkfallsrétturinn er talinn njóta vemdar á grundvelli nokkurra alþjóðasamn- inga sem ísland á aðild að. Utan fyrmefndrar 11. gr. MSE er vafalaust mikilvægust þessara samþykkta Félagsmálasáttmáli Evrópu en þar er í 6. gr. beinlínis vísað til verkfallsréttar og skyldu aðildarríkja til að tryggja að stéttarfélög njóti slíks réttar.9 Samþykktir Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) nr. 87 og 98 hafa einnig verið taldar vemda verkfallsréttinn og 8. gr. Samnings Sameinuðu þjóðanna um efna- hagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi mælir fyrir um vemd verkfallsréttar- ins. Hér verður ekki fjallað um þessar alþjóðasamþykktir aðrar en Mannréttinda- sáttmála Evrópu. Ástæðan er einkum sú að staða þessara samþykkta allra er að því leyti ólík stöðu mannréttindasáttmálans að ekkert viðbragðs- eða eftirlitskerfí sam- bærilegt við Mannréttindadómstól Evrópu íylgir samþykktum þessum. Ahrifa- máttur þessara samþykkta gagnvart túlkun ákvæða í landsrétti er því miklum mun takmarkaðri en mannréttindasáttmálans, og í raun má segja að samþykktir þessar hafi að því er varðar áhrif á túlkun inntaks félagafrelsisákvæðis stjómarskrárinnar fyrst og fremst gildi til fyllingar 11. gr. mannréttindasáttmálans, en einmitt þannig hefur þeim einnig verið beitt af mannréttindadómstólnum sjálfum. Þá má einnig henda á að Hæstiréttur hefur í dómum sínum fyrst og fremst litið til Mannréttinda- sáttmála Evrópu við túlkun á ákvæðum stjómarskrár þrátt fyrir að skuldbindingar- gildi fleiri alþjóðasamþykkta kunni að formi til að hafa verið hið sama. 8 Sjá Tonia Novitz: Intemational and European protection of the right to strike. Oxford University Press 2003, bls. 225-229 og Lars Adam Rehof & Tvge Trier. Menneskeret. Jurist- og 0konom- forbundets Forlag 1990. ? *>• gr. Réttur til að semja sameiginlega. I þvi skyni að tryggja, að réttur til að semja sameiginlega verði raunverulega nýttur, skuldbinda samningsaðilar sig til: f að stuðla að sameiginlegum viðræðum milli verkafólks og vinnuveitenda, að stuðla að frjálsum samningaumleitunum milli vinnuveitenda eða vinnuveitendafélaga og verkalýðsfélaga, þegar nauðsynlegt er eða við á, í þeim tilgangi að ákvarða laun og vinnuskilyrði með heildarsamningum, 3- að stuðla að stofnun og notkun viðeigandi sáttafyrirkomulags og gerðardóma eftir samkomulagi v>ð lausn vinnudeilna og viðurkenna: 4- rétt verkafólks og vinnuveitenda á sameiginlegum aðgerðum, þegar hagsmunaárekstrar verða, þ. a m. verkfallsrétti, með þeim takmörkunum, sem til kynnu að koma vegna gerðra heildarsamninga. 311
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.