Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Page 108

Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Page 108
ingu verkfallsréttarins megi aðeins takmarka með lögum að uppfylltum sam- bærilegum skilyrðum og þeim sem koma fram í 2. mgr. 11. gr. MSE. Síðan var sagt að ekki yrði fallist á þau rök alþýðusambandsins að 2. mgr. 11. gr. eða aðrir alþjóðasamningar um félagsleg réttindi styðji það sjónarmið þess að túlka beri félagafrelsisákvæði 74. gr. stjómarskrárinnar svo rúmt að löggjafanum sé óheimilt að leggja tímabundið bann við einstaka vinnustöðvunum. Að mati dómsins var ekki hægt að útiloka að efnahagsleg áhrif verkfalla og verkbanna geti verið svo alvarleg að ríkir almannahagsmunir geti réttlætt tímabundið bann. I dóminum segir einnig að í gögnum málsins sé að finna haldgóð efna- hagsleg rök fyrir því mati löggjafans á aðstæðum í þjóðfélaginu að ríkir al- mannahagsmunir hafi verið fyrir því að banna tímabundið þau verkföll og verk- bönn sem orsökuðu vinnustöðvun á þeim tíma sem lögin tóku gildi. Með vísan til framangreinds þótti ekki rétt að hnekkja því mati. Niðurstaðan var þannig byggð á því að uppi hafi verið eitthvað sem unnt er að nefna „efnahagslega neyðarstöðu“. 3.5.1 „Efnahagsleg neyðarstaða“ I greinargerð með frumvarpinu sem varð að lögum nr. 34/2001 er gerð grein fyrir aðdraganda lagasetningarinnar og forsendum þess mats löggjafans að nauðsynlegt væri að grípa til aðgerða í ljósi ríkra efnahagslegra hagsmuna. I greinargerðinni segir: Vinnustöðvunin hefur nú þegar valdið miklum skaða fyrir atvinnulíf landsmanna, nýtingu auðlinda sjávar, útflutningshagsmuni og fleiri þætti. Áhrif hennar eru hvað alvarlegust fyrir einstaklinga sem starfa við fiskvinnslu og fyrirtæki og sveitarfélög sem byggja afkomu sína á sjávarútvegi, en að auki hefur hún þegar haft áhrif langt út fyrir þá hagsmuni sem samningsaðilar fjalla um. Skýr merki eru um neikvæð áhrif vinnustöðvunarinnar á efnahagslífið og ef ekkert er að gert mun hún valda óbætan- legu tjóni fyrir þjóðarbúið í heild. Hér eru því ríkir almannahagsmunir í húfi og nauð- synlegt að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir þann mikla efnahagsskaða sem áframhaldandi stöðvun fiskiskipaflotans mundi annars valda. Gríðarleg áhersla er sem sagt á það lögð í rökstuðningi stjórnvalda fyrir því að nauðsynlegt sé að grípa til banns við vinnudeilunum að efnahagsleg vá sé fyrir dyrum.25 í ljósi þessa vekur sérstaka athygli að ekki voru lagðar fram hlut- lægar úttektir eða greinargerðir um hin efnahagslegu áhrif og engra gagna naut við um raunverulegt umfang efnahagsáhrifanna. Þetta er sérstaklega athyglis- vert í ljósi þess hve mjög lagt var upp úr því af hálfu ríkisins að þessi atvik hefðu úrslitaáhrif og raunar einnig í ljósi þeirrar áherslu sem á þessi atriði er lögð í dómum héraðsdóms og Hæstaréttar. Hér ntá einnig vísa til þess sem að 25 Sjá einnig framsöguræðu sjávarútvegsráðherra, Alþt. 2000-01, B-deild, bls. 6472. 318
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.