Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Page 108
ingu verkfallsréttarins megi aðeins takmarka með lögum að uppfylltum sam-
bærilegum skilyrðum og þeim sem koma fram í 2. mgr. 11. gr. MSE. Síðan var
sagt að ekki yrði fallist á þau rök alþýðusambandsins að 2. mgr. 11. gr. eða aðrir
alþjóðasamningar um félagsleg réttindi styðji það sjónarmið þess að túlka beri
félagafrelsisákvæði 74. gr. stjómarskrárinnar svo rúmt að löggjafanum sé
óheimilt að leggja tímabundið bann við einstaka vinnustöðvunum. Að mati
dómsins var ekki hægt að útiloka að efnahagsleg áhrif verkfalla og verkbanna
geti verið svo alvarleg að ríkir almannahagsmunir geti réttlætt tímabundið
bann. I dóminum segir einnig að í gögnum málsins sé að finna haldgóð efna-
hagsleg rök fyrir því mati löggjafans á aðstæðum í þjóðfélaginu að ríkir al-
mannahagsmunir hafi verið fyrir því að banna tímabundið þau verkföll og verk-
bönn sem orsökuðu vinnustöðvun á þeim tíma sem lögin tóku gildi. Með vísan
til framangreinds þótti ekki rétt að hnekkja því mati. Niðurstaðan var þannig
byggð á því að uppi hafi verið eitthvað sem unnt er að nefna „efnahagslega
neyðarstöðu“.
3.5.1 „Efnahagsleg neyðarstaða“
I greinargerð með frumvarpinu sem varð að lögum nr. 34/2001 er gerð grein
fyrir aðdraganda lagasetningarinnar og forsendum þess mats löggjafans að
nauðsynlegt væri að grípa til aðgerða í ljósi ríkra efnahagslegra hagsmuna. I
greinargerðinni segir:
Vinnustöðvunin hefur nú þegar valdið miklum skaða fyrir atvinnulíf landsmanna,
nýtingu auðlinda sjávar, útflutningshagsmuni og fleiri þætti. Áhrif hennar eru hvað
alvarlegust fyrir einstaklinga sem starfa við fiskvinnslu og fyrirtæki og sveitarfélög
sem byggja afkomu sína á sjávarútvegi, en að auki hefur hún þegar haft áhrif langt
út fyrir þá hagsmuni sem samningsaðilar fjalla um. Skýr merki eru um neikvæð áhrif
vinnustöðvunarinnar á efnahagslífið og ef ekkert er að gert mun hún valda óbætan-
legu tjóni fyrir þjóðarbúið í heild. Hér eru því ríkir almannahagsmunir í húfi og nauð-
synlegt að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir þann mikla efnahagsskaða sem
áframhaldandi stöðvun fiskiskipaflotans mundi annars valda.
Gríðarleg áhersla er sem sagt á það lögð í rökstuðningi stjórnvalda fyrir því
að nauðsynlegt sé að grípa til banns við vinnudeilunum að efnahagsleg vá sé
fyrir dyrum.25 í ljósi þessa vekur sérstaka athygli að ekki voru lagðar fram hlut-
lægar úttektir eða greinargerðir um hin efnahagslegu áhrif og engra gagna naut
við um raunverulegt umfang efnahagsáhrifanna. Þetta er sérstaklega athyglis-
vert í ljósi þess hve mjög lagt var upp úr því af hálfu ríkisins að þessi atvik
hefðu úrslitaáhrif og raunar einnig í ljósi þeirrar áherslu sem á þessi atriði er
lögð í dómum héraðsdóms og Hæstaréttar. Hér ntá einnig vísa til þess sem að
25 Sjá einnig framsöguræðu sjávarútvegsráðherra, Alþt. 2000-01, B-deild, bls. 6472.
318