Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Síða 115

Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Síða 115
Á VÍÐ OG DREIF AÐALFUNDUR LÖGMANNAFÉLAGS ÍSLANDS 2003 Aðalfundur Lögmannafélags íslands 2003 var haldinn föstudaginn 21. mars sl. á Radisson SAS Hótel Sögu. A dagskrá fundarins voru venjuleg aðalfundar- störf samkvæmt samþykktum félagsins. Fundarstjóri var Ásgeir Thoroddsen hrl. og fundarritari Katrín Helga Hallgrímsdóttir hdl. 1. Skýrsla félagsstjórnar og nefnda félagsins Formaður félagsins, Gunnar Jónsson, flutti skýrslu stjómar og rakti helstu þætti í starfsemi félagins á liðnu starfsári og lýsti m.a. ánægju sinni með jákvæða rekstrarafkomu þess, en slíkt hefði aðeins gerst einu sinni áður á síðasta áratug. Formaðurinn vék síðan að umræðum sem urðu á síðasta aðalfundi um endur- menntunarskyldu lögmanna. Benti hann á að stjóm félagsins hefði alloft haft það til umræðu á fundum sínum og viðað að sér upplýsingum um málið. Kannað hefði verið hvemig þessu væri háttað annars staðar og reifuð rök með og á móti. Minnti formaðurinn á bókun sem lá fyrir fundinum um þetta mál. Þá vék formaðurinn að hugmyndum sem fram hefðu komið á síðasta aðal- fundi um nauðsyn þess að víkka út heimildir til gjafsóknar með möguleikum til gjafsóknar annars staðar en fyrir dómstólum, aðallega innan stjómsýslunnar. Þetta hefði stjómin skoðað nokkuð og taldi formaðurinn eðlilegt að félagið ynni að framgöngu slíkra hugmynda. Benti formaðurinn á að hagsmunagæsla fyrir ýmsum stjómvöldum væri orðin flókin og erfið og hinn almenni borgari réði oft ekki við slíkt án lögfræðilegrar aðstoðar. Lögmenn hefðu hlutverki að gegna við að sjá til þess að menn gætu leitað réttar síns. Aftur á móti yrði þetta ugglaust torsótt mál, m.a. vegna þess að kostnaður við gjafsókn hefði aukist mjög undan- farin ár og kenndu yfirvöld lögmönnum um það að einhverju leyti. I lok ræðu sinnar þakkaði formaðurinn samstarfsmönnum sínum fyrir samstarfið og sér- staklega þeim Láru V. Júlíusdóttur hrl. og Helga Jóhannessyni hrl. sem hurfu úr stjóm. Einnig þakkaði hann starfsmönnum félagsins fyrir samstarfið. Að loknu ávarpi formanns gerði Ingimar Ingason, framkvæmdastjóri félagsins, grein fyrir ársreikningi þess og Námssjóðs fyrir árið 2002, en reikningurinn fylgdi prentaðri ársskýrslu stjómarinnar. Fram kom í máli framkvæmdastjórans að afkoma félagsins í heild hefði verið jákvæð í fyrsta sinn um langt árabil, en tekjur umfram gjöld numið rúmri 1,4 milljón á rekstrarárinu. Einnig kom fram að útistandandi skuldir hjá viðskiptamönnum hefðu lækkað um rúmar 530 þúsund krónur milli ára og útistandandi árgjöld félagsins um 1,2 milljónir króna, sem rekja mætti til róttækra innheimtuaðgerða gagnvart skuldumm sem ráðist var í. Að svo búnu var ársreikningurinn samþykktur samhljóða. Að lokinni umfjöllun um reikninga félagsins var borin upp tillaga stjómar um hækkun árgjalds fyrir aðild að LMFI úr 34.000 krónum í 37.000 krónur og var tillagan samþykkt samhljóða. 325
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.