Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Síða 115
Á VÍÐ OG DREIF
AÐALFUNDUR LÖGMANNAFÉLAGS ÍSLANDS 2003
Aðalfundur Lögmannafélags íslands 2003 var haldinn föstudaginn 21. mars
sl. á Radisson SAS Hótel Sögu. A dagskrá fundarins voru venjuleg aðalfundar-
störf samkvæmt samþykktum félagsins. Fundarstjóri var Ásgeir Thoroddsen
hrl. og fundarritari Katrín Helga Hallgrímsdóttir hdl.
1. Skýrsla félagsstjórnar og nefnda félagsins
Formaður félagsins, Gunnar Jónsson, flutti skýrslu stjómar og rakti helstu
þætti í starfsemi félagins á liðnu starfsári og lýsti m.a. ánægju sinni með jákvæða
rekstrarafkomu þess, en slíkt hefði aðeins gerst einu sinni áður á síðasta áratug.
Formaðurinn vék síðan að umræðum sem urðu á síðasta aðalfundi um endur-
menntunarskyldu lögmanna. Benti hann á að stjóm félagsins hefði alloft haft
það til umræðu á fundum sínum og viðað að sér upplýsingum um málið.
Kannað hefði verið hvemig þessu væri háttað annars staðar og reifuð rök með
og á móti. Minnti formaðurinn á bókun sem lá fyrir fundinum um þetta mál.
Þá vék formaðurinn að hugmyndum sem fram hefðu komið á síðasta aðal-
fundi um nauðsyn þess að víkka út heimildir til gjafsóknar með möguleikum til
gjafsóknar annars staðar en fyrir dómstólum, aðallega innan stjómsýslunnar.
Þetta hefði stjómin skoðað nokkuð og taldi formaðurinn eðlilegt að félagið ynni
að framgöngu slíkra hugmynda. Benti formaðurinn á að hagsmunagæsla fyrir
ýmsum stjómvöldum væri orðin flókin og erfið og hinn almenni borgari réði oft
ekki við slíkt án lögfræðilegrar aðstoðar. Lögmenn hefðu hlutverki að gegna við
að sjá til þess að menn gætu leitað réttar síns. Aftur á móti yrði þetta ugglaust
torsótt mál, m.a. vegna þess að kostnaður við gjafsókn hefði aukist mjög undan-
farin ár og kenndu yfirvöld lögmönnum um það að einhverju leyti. I lok ræðu
sinnar þakkaði formaðurinn samstarfsmönnum sínum fyrir samstarfið og sér-
staklega þeim Láru V. Júlíusdóttur hrl. og Helga Jóhannessyni hrl. sem hurfu úr
stjóm. Einnig þakkaði hann starfsmönnum félagsins fyrir samstarfið.
Að loknu ávarpi formanns gerði Ingimar Ingason, framkvæmdastjóri félagsins,
grein fyrir ársreikningi þess og Námssjóðs fyrir árið 2002, en reikningurinn fylgdi
prentaðri ársskýrslu stjómarinnar. Fram kom í máli framkvæmdastjórans að
afkoma félagsins í heild hefði verið jákvæð í fyrsta sinn um langt árabil, en tekjur
umfram gjöld numið rúmri 1,4 milljón á rekstrarárinu. Einnig kom fram að
útistandandi skuldir hjá viðskiptamönnum hefðu lækkað um rúmar 530 þúsund
krónur milli ára og útistandandi árgjöld félagsins um 1,2 milljónir króna, sem
rekja mætti til róttækra innheimtuaðgerða gagnvart skuldumm sem ráðist var í.
Að svo búnu var ársreikningurinn samþykktur samhljóða.
Að lokinni umfjöllun um reikninga félagsins var borin upp tillaga stjómar
um hækkun árgjalds fyrir aðild að LMFI úr 34.000 krónum í 37.000 krónur og
var tillagan samþykkt samhljóða.
325