Árbók Háskóla Íslands - 01.04.1967, Page 5
I. STJÓRN HÁSKÓLANS
Rektor var prófessor Ármann Snœvarr.
Deildarforsetar voru þessir:
Prófessor Björn Magnússon í guðfræðideild,
Prófessor Tómas Helgason í læknadeild,
Prófessor Ólafur Jóhannesson í lagadeild,
Prófessor HaTldór Halldórsson í heimspekideild,
Prófessor Magnús Magnússon í verkfræðideild,
Prófessor Árni Vilhjálmsson í viðskiptadeild.
Fulltrúi stúdenta var stud. med. Skúli G. Johnsen.
Varaforseti háskólaráðs (vararektor) var prófessor Halldór
Halldórsson, en ritari prófessor Björn Magnússon.
n. HÁSKÓLAHÁTÍÐ
Háskólahátíð var haldin í samkomuhúsi Háskólans fyrsta
vetrardag, 22. október 1966, að viðstöddum forseta Islands,
ráðherrum, sendiherrum erlendra ríkja, borgarstjóra, biskupi
Islands og ýmsum öðrum gestum, kennurum og stúdentum.
1 upphafi háskólahátíðar var lúðraþytur, kvartett úr Sin-
fóníuhljómsveit Islands lék Introitus við stef úr Þorlákstíðum,
er dr. Róbert A. Ottósson samdi. Á meðan kvartettinn lék,
gengu rektor, háskólaráðsmenn og aðrir kennarar í salinn. Þá