Árbók Háskóla Íslands - 01.04.1967, Side 24
22
og námsráð til stúdenta, og virðast skoðanir manna einnig
hníga að því að taka upp árgangaskipan og ætla stúdentum að
ljúka prófum árlega. Um námstilhögunina sjálfa virðast skoð-
anir manna síðustu árin horfa mjög að því, að greina beri
annars vegar milli almenna háskólanámsins, sem lýkur með
prófi til frumlærdómsstiga, og svo hins vegar framhaldsnáms,
— post graduate náms — til æðri lærdómsstiga.
1 víðtækum álitsgerðum frá Svíþjóð og Vestur-Þýzkalandi,
sem nýlega hafa verið kynntar, eru settar fram þær hugmynd-
ir, að binda almenna háskólanámið við fjögur ár, þótt frá því
kunni að víkja, sérstaklega um læknisfræðimenntun. Síðan taki
við framhaldsnámið, oftast í tvö ár, til magistersstigs eða
licentiatsstigs og síðan önnur tvö ár til doktorsprófa. Er þá
gert ráð fyrir, að framhaldsnámið til beggja prófstiganna sé
miklu meir skipulagt en nú er, svo sem títt er í bandarískum
háskólum. Jafnframt eru svo settar fram tillögur í sænsku
álitsgerðinni um, að mönnum séu, a. m. k. eftir að komið er
fram yfir magistersstigið, greidd laun, er samsvari aðstoðar-
kennaralaunum. Athyglisvert er, að hugmyndin um fjögurra
ára nám til hins almenna háskólaprófs, sem ýmist er nefnt
Bachelorpróf eða kandídatspróf, tekur einnig til tæknimennt-
unar og menntunar í raunvísindum.
Því takmarki að binda námstímann við fjögur ár til hinna
almennu háskólaprófa verður ekki náð, nema með því fyrst og
fremst að skipuleggja námið betur en nú er, gera það virkara
og vinnubrögð beinskeyttari, og svo með því í annan stað að
endurskoða gagngert námsefnið og nema burt ýmislegt, sem
þar er nú, og eftir atvikum að koma við kjörgreinum, þar sem
stefnt er að nokkurri dýpt í námi.
Ég tel, að hugmyndum þessum sé mikill gaumur gefandi. Þörf-
um þjóðfélagsins á sérmenntuðum mönnum er vissulega mjög
oft borgið með mönnum, er hafa að baki fjögurra ára einbeitt
nám í háskóla. Ótvírætt er, að leggja beri aukna rækt við
skipulegt framhaldsnám til æðri lærdómsstiga. Við þeim vanda
þarf raunar þegar í stað að búast hér á landi, þótt ekki komi
til svo róttækrar endurskoðunar á námstilhögun sem hér er