Árbók Háskóla Íslands - 01.04.1967, Side 39
37
málaráðherra tilnefndi. Ian J. Kirby M.A., lektor í Uppsölutn,
var settur til að gegna embættinu frá 1. júlí 1967 að telja.
Um prófessorsembættið í sagnfræði samkv. lögum 41/1966
sóttu þeir Odd Didriksen, cand. mag., sendikennari, Ólafur
Hansson, cand. mag., menntaskólakennari og Ulf Sjödell, fil. lic.,
Lundi. í dómnefnd áttu sæti próf. Guðni Jónsson, formaður,
er heimspekideild tilnefndi, próf. Johan Schreiner, Osló, er há-
skólaráð tilnefndi, og mag. art, Skúli Þórðarson, tilnefnduí af
menntamálaráðherra. Ólafi Hanssyni var veitt embættið frá
1. júlí 1967 að telja.
Yfirlæknarnir dr. Gísli Fr. Petersen og Pétur H. J. Jakobs-
son voru skipaðir prófessorar samkv. lögum 27/1967 frá 1. júlí
1967 að telja.
Um prófessorsembætti í viðskiptafræði sóttu þeir Guðlaugur
Þorvaldsson, ráðuneytisstjóri og Þórir Einarsson, viðskipta-
fræðingur. 1 dómnefnd áttu sæti Ólafur Björnsson, formaður,
tilnefndur af viðskiptadeild, próf. Árni Vilhjálmsson, tilnefnd-
ur af háskólaráði, og Klemenz Tryggvason, hagfræðingur, til-
nefndur af menntamálaráðherra. Guðlaugi Þorvaldssyni var
veitt embættið frá 1. júlí 1967 að telja.
Gaukur Jörundsson, cand. jur., fulltrúi yfirborgardómara, var
ráðinn lektor í lagadeild frá 1. febrúar 1967 að telja. Hann var
siðan ráðinn lektor með launakjörum 22. launaflokks frá 15.
sept. 1967 að telja.
Háskólaráð féllst hinn 23. febrúar 1967 á þau tilmæli verk-
fræðideildar, að sérstakt prófessorsembætti í jarðeðlisfræði
yrði stofnað við verkfræðideild, en lagði jafnframt áherzlu á,
að stofnun þess embættis hafi ekki áhrif á lögfestingu prófess-
orsembætta samkv. kennaraáætlun.
Jónas Hallgrímsson var skipaður dósent í læknadeild frá 1.
febrúar 1967 að telja.
Þeir Jónatan Þórmundsson og Sigurður Líndal voru ráðnir
lektorar í lagadeild frá 15. sept. 1967.
Heimi Áskelssyni, dósent, var að eigin ósk veitt lausn frá
dósentsstarfi frá 1. okt. 1967 að telja, en dr. Alan Boucher var
settur dósent til eins árs.