Árbók Háskóla Íslands - 01.04.1967, Qupperneq 6
lék strengjasveit undir forystu Bjöms Ólafssonar, fiðluleikara,
en síðan flutti rektor, prófessor Ármann Snœvarr, ræðu þá,
sem hér fer á eftir:
Herra forseti fslands, hæstvirtu ráðherrar, sendiherrar er-
lendra ríkja, kæru samkennarar, kæru stúdentar, aðrir hátt-
virtir gestir.
Vegna Háskóla Islands veitist mér sú ánægja að bjóða
yður öll velkomin á háskólahátíð, sem að venju er haldin við
vetrarkomu. Þessu sinni varpar það sérstökum ljóma á há-
skólahátíð, að hér í dag verður hinum mikla lærdómsmanni og
andans manni, dr. Sigurði Nordal prófessor, afhent doktors-
bréf, en heimspekideild hefir með staðfestingu háskólaráðs
sæmt hann hinum mesta heiðri, er Háskólinn ræður yfir, nafn-
bótinni doctor litterarum islandicarum.
Ég leyfi mér sérstaklega að bjóða velkominn herra forseta
fslands og þakka honum þá sæmd, er hann sýnir Háskólanum
með því að sækja háskólahátíð. Ég býð velkomna hæstvirta
ráðherra og aðra gesti.
Ég býð velkomna tvo júbilkandídata, fyrrv. héraðslækni
Halldór Kristinsson og fyrrv. ráðuneytisstjóra Pál Pálmason,
er luku kandídatsprófi við Háskólann fyrir hálfri öld.
I.
Hinn 14. júní 1966 var stofnað til sérstakrar hátíðar í há-
tíðasal Háskólans til að kveðja kandídata, er þá höfðu nýlokið
prófum. Var það nýjung í starfi Háskólans, og er ætlunin að
halda áfram slíkum athöfnum. Fór vel á því að hefja þá at-
höfn við lok s.l. háskólaárs, þar sem það ár höfðu mun fleiri
kandídatar lokið prófum frá Háskóla Islands en nokkru sinni
fyrr eða 91. Nú í haust hafa bætzt við þá tölu 5 kandídatar.
Vér kveðjum kandídata Háskólans, en fögnum jafnframt nýj-
um stúdentum, 342 talsins, þar af 19 erlendum stúdentum.
Hafa aldrei verið skráðir til náms jafnmargir nýstúdentar
sem nú.