Árbók Háskóla Íslands - 01.04.1967, Qupperneq 33
31
hentu prófskírteini. Rektor bauð kandídötum og kennurum til
kaffidrykkju að loknum athöfnunum. Ávörp af hálfu kandí-
data fluttu cand. med. Páll Helgason í febrúar, en cand. jur.
Sigurður Hafstein í júni. Við athöfnina 14. júní 1967 voru m. a.
viðstaddir þrír kandídatar, er áttu fimmtíu ára kandídatsaf-
mæli, þeir séra Erlendur Þórðarson, fyrrv. prófastur, séra
Jakob Einarsson, fyrrv. prófastur og cand. theol. Steinþór Guð-
mundsson. 1 ræðu rektors við þá athöfn kom m. a. fram, að
á háskólaárinu lauk einn kandídat doktorsprófi, Gunnar Guð-
mundsson, í læknisfræði. Alls voru brautskráðir 102 kandí-
datar, og er það í fyrsta skipti, sem kandídatatalan kemst yfir
100 á einu ári. Skiptust kandídatar svo á deildir: Guðfræði 2,
læknisfræði 16, tannlækningar 8, lögfræði 20, íslenzk fræði 4,
B.A.-próf 24, íslenzkupróf fyrir erlenda stúdenta 1, viðskipta-
fræði 15, verkfræði 12. 1 ræðu rektors var að öðru leyti fjallað
um nýju háskólana brezku, er hann hafði heimsótt, þ. á m. um
byggingaframkvæmdir og uppbyggingu námsskipanar, leiðsögn
í námi stúdenta og í persónulegum efnum, og um félagslegan
aðbúnað að stúdentum, þ. á m. um lestrarsali. Þá ræddi rektor
um íslenzka skólastarfið, uppbyggingu kennslu og náms og
þörfina á að lækka stúdentsaldur hér á landi með einbeittari
vinnubrögðum i skólum landsins. Enn fremur ræddi hann um
vanhöld í námi hér við Háskólann, en skýrsla Efnahagsstofn-
unar um námsferil stúdenta á árabilinu 1950—1958 leiðir í
ljós, að aðeins 35.7% af stúdentum, sem hér eru skráðir til
náms, Ijúka fullnaðarprófum frá Háskólanum. Varaði rektor
við að leggja þessar tölur gagnrýnislaust til grundvallar víð-
tækum ályktunum m. a. vegna þess, að oft og einatt býr lítil
alvara að baki skrásetningum og stundum er aðeins að því
stefnt að ljúka t. d. prófi í forspjallsvísindum. Taldi hann, að
þörf væri á að koma við sérstöku viðtali við hvern þann stú-
dent, sem sækti um inngöngu, svo að gengið væri nokkuð úr
skugga um, hvað fyrir honum vekti með ósk um námsvist.
Að öðru leyti ræddi hann um fær úrræði til að draga úr tölu
þeirra stúdenta, sem ekki ljúka prófum, þ. á m. um félagslegt
liðsinni og bætta námsaðstöðu, árleg próf og aðhald í námi