Árbók Háskóla Íslands - 01.04.1967, Side 137
135
phil., formaður menntamálanefndar, Kristján Guðmundsson, stud.
theol., formaður fjárhagsnefndar.
Kjörtímabil fyrsta Stúdentaráðsins, eftir að hinar róttæku breyt-
ingar voru gerðar á skipulagi þess í fyrra, er nú runnið á enda.
Fullyrða má, að í meginatriðum hafi breytingarnar verið mjög til
góðs, þótt ýmis vandamál hafi komið upp um starfshætti og starfs-
svið ráðsins.
Störf stjámar.
Stjórnin hefur haldið 37 fundi á kjörtímabilinu. Hún hefur á fund-
um sínum tekið ákvarðanir í málum, er vörðuðu daglegan rekstur,
rætt um heildarstefnu og starfshætti ráðsins í hverju mikilvægu máli,
undirbúið Stúdentaráðsfundi og lagt sínar tillögur fyrir ráðið í mál-
um, sem einróma samþykki hafði náðst um innan hennar. Stjómin
hefur séð um framkvæmd ályktana Stúdentaráðs og reynt eftir beztu
getu að koma hverju máli í höfn.
Almenn störf ráösins.
Ellefu fundir hafa verið haldnir í Stúdentaráði á 9 kennslumán-
uðum.
Skipuð var fjögurra manna nefnd til að semja lög fyrir Stúdenta-
félag Háskóla íslands. Hana skipuðu: Friðgeir Bjömsson, stud. jur.,
Jakob Möller, stud. jur., Kristján Ragnarsson, stud. med., og Eggert
Hauksson, stud. oecon. Lögin vom síðan afgreidd 26. apríl 1966.
Samþykktar voru reglugerðir fyrir utanríkis- og hagsmunanefnd,
svo og fyrir fjárhags- og menntamálanefnd.
Háskólaráði vom sendar tillögur um að taka upp árlega skrásetn-
ingu stúdenta. Háskólaráð beið með afgreiðslu málsins eftir því, að
tillögur um Félagsstofnun stúdenta kæmu fram. Eru horfur á, að
tekin verði upp árleg skrásetningarskylda og árlegt skrásetningar-
gjald renni til þeirrar stofnunar.
Samþykkt var stofnun sérstakrar samstarfsnefndar, sem átti að
ræða um nánara samstarf og stofnun heildarsamtaka íslenzkra há-
skólastúdenta.
Samþykkt var tillaga til háskólaráðs um breytingar á skipulagi
Garðstjómar, þannig að Stúdentaráð fengi tilnefningarrétt á meiri
hluta þeirrar stjórnar. Upp úr þessum tillögum hafa síðan sprott-
ið tillögur ráðsins um algera endurskipulagningu á stjórn og rekstri
allra félagslegra fyrirtækja í skólanum að norskri fyrirmynd.
Háskólaráð bauð hingað til lands tveimur forvígismönnum um