Árbók Háskóla Íslands - 01.04.1967, Side 9
7
ég ungfrú Vilespy störf hennar. Vek ég athygli á því, að
Frakkar urðu þjóða fyrstir til að senda sendikennara hingað
að Háskólanum, og er liðsinni frönsku ríkisstjórnarinnar í
þessu efni mikilvægt.
Lektorarnir Arinbjörn Kolbeinsson og Snorri P. Snorrason
hafa verið skipaðir dósentar frá 15. sept. 1966 að telja. Frá
sama tíma hafa verið skipaðir dósentar þeir Guðmundur Björns-
son, yfirverkfræðingur, í verkfræðideild og dr. Róbert A. Ottós-
son í söngfræði í guðfræðideild.
Guðmundur Skaptason, cand. jur. & oecon., hóf kennslu í
skattarétti s.l. ár, og verður starf hans væntanlega gert að
dósentsstarfi.
Svo sem frá var skýrt á síðustu háskólahátíð, hefir verið
stofnað sendikennarastarf í finnsku. Fyrsti lektorinn, hum.
kand. Juha Kalervo Peura frá Ábo, hefir nú tekið við störfum.
Þar með er því veigamikla takmarki náð, að hér við Háskól-
ann starfa sendikennarar frá öllum norrænu þjóðunum, og er
þetta Háskólanum gleðiefni.
Þá er mér ánægja að skýra frá því, að stofnað hefir verið
sendikennarastarf í rússnesku hér við Háskólann. Kom fyrsti
sendikennarinn, Vladimir Alexandrovich Milovidov, til lands-
ins nú fyrir skemmstu. Mun hann hefja námskeið í rússnesku
næstu daga. Er mikill styrkur að því fyrir Háskólann að geta
boðið upp á kennslu í rússnesku, tungumáli mikilla þjóða, er
Háskólinn vill hafa góð tengsl við. Rússneska er þýðingarmikið
tungumál fyrir vísindamenn, ekki sízt í raunvísindum.
Á síðasta Alþingi voru sett iög um stofnun fimm nýrra pró-
fessorsembætta, fjögurra í heimspekideild og eins í lagadeild,
og er Háskólinn þakklátur fyrir þessa miklu viðbót, sem er
einstæð í sögu hans. Samkvæmt kennaraáætlun Háskólans
skyldi lögfesta fjögur embætti árið 1966, en Alþingi bætti
hinu fimmta við, í nútímasagnfræði. Fjögur þessara embætta
hafa verið auglýst laus til umsóknar.
Þá hefir einnig verið samþykkt starf lektors í lagadeild, er
taki laun eftir 22. launaflokki, og fleiri störf eru í vændum.
Ýmsir stundakennarar hafa tekið til starfa nú í haust.