Árbók Háskóla Íslands - 01.04.1967, Blaðsíða 136
134
XVI. STÖRF STÚDENTARÁÐS HÁSKÓLANS OG
STÚDENTAFÉLAGS HÁSKÓLANS
1966—67
Svo sem kunnugt er, starfa ýmis félagssamtök meðal háskóla-
stúdenta. Þar eru nokkur deildarfélög og einnig nokkur stjórnmála-
félög, svo aS dæmi séu nefnd. En auk þess eru í Háskóla íslands
tvenn heildarsamtök stúdenta, og verður greint nokkuð frá þeim
hér á eftir. Er annars vegar um að ræða Stúdentafélag Háskóla Is-
lands, stofnað 1915, og hins vegar Stúdentaráð Háskóla íslands,
stofnað 1920. Sér stúdentafélagið aðallega um félagsmál stúdenta,
en stúdentaráð um hagsmunamál. Kemur nánar í ljós í greinargerð
um hvor samtökin um sig, hvaða störf stúdentasamtökin inna af
hendi.
STÖRF STÚDENTARÁÐS HÁSKÓLA ÍSLANDS
1966—1967
Efnislegur útdrúltur úr skýrslu formanns, Skúla G. Johnsens,
í Vettvangi Stúdentaráðs í maí 1967.
Skipun Stúdentaráös.
Eftirtaldir stúdentar voru sjálfkjörnir í Stúdentaráð Háskóla ís-
lands 15. febr. 1966:
Úr heimspekideild: Böðvar Guðmundsson, Guðjón Friðriksson,
Karl Kristjánsson, Ólafur Oddsson.
Úr viðskiptadeild: Eggert Hauksson, Ragnar Einarsson, Valur
Valsson, Þráinn Þorvaldsson.
Úr lagadeild: Hilmar Björgvinsson, Þorsteinn Skúlason, Björn
Bjarnason, Georg Tryggvason.
Úr guðfræðideild: Úlfar Guðmundsson, Kristján Guðmundsson.
Úr læknadeild: Ástráður Hreiðarsson, Skúli Johnsen, Jóhann Heið-
ar Jóhannsson, Þórarinn Sveinsson.
Úr verkfræðideild: Þórður Búason, Leifur Benediktsson.
Stjórn Stúdentaráðs fyrir árið 1966—1967 var skipuð eftirtöldum
mönnum: Skúli Johnsen, stud. med., formaður, Björn Bjarnason, stud.
jur., varaformaður og form. utanríkisnefndar, Valur Valsson, stud.
oecon., formaður hagsmunanefndar, Böðvar Guðmundsson, stud.