Árbók Háskóla Íslands - 01.04.1967, Blaðsíða 35
33
allt of breitt — það er í raun réttri óverjanlegt að breyta svo
snöggt til, eins og nú er gert, frá bundnu námi og skyldubund-
inni skólasókn, til náms með miklu frjálsræði í vali greina og
sókn kennslustimda. Það bil þarf nauðsynlega að brúa og jafn-
framt að búa menn betur en nú er gert undir háskólanámið.
1 því efni er ýmissa kosta völ — það er t. d. fær leið að breyta
til um námsaðferðir og námsefni að nokkru í efstu bekkjum
menntaskólanna. Ég verð þó að telja heppilegra að stefna að
lækkun á stúdentsaldri, helzt niður í 18 ár, og jafnframt finnst
mér koma til greina, að allir stúdentar Háskólans séu hér í
eins árs almennu námi, sem treysti undirstöður almennrar
menntunar, þar sem nám sé nokkru frjálslegra en í mennta-
skólum, en þó skyldubundnara að mun en háskólanámið er nú
í flestum deildum. Vakir þá fyrir mér, að stúdentar leggi stund
á nokkrar námsgreinir, sem séu metnar heppileg undirstaða
undir aðalgrein, t. d. að allir þeir, sem ætli sér að stunda til-
tekna grein félagsvísinda, leggi þetta ár stund á ýmis almenn
grundvallaratriði félagsvísinda, sálfræði, heimspeki, tölfræði
o. fl., þeir, sem hug hafa á að leggja stund á tungumál, ein-
beiti sér þetta ár að almennum málvísindum og hljóðfræði,
mannfræði og heimspeki, þeir, sem leggja viija stund á læknis-
fræði, náttúrufræði eða verkfræði, fáist með sama hætti við
ýmsar almennar raunvísindagreinir, sem teljast eðlileg undir-
staða þeirra aðalgreina o. s. frv. Þetta ár yrði einnig lögð mikil
áherzla á almenna fyrirlestra fyrir alla stúdenta, sem fælu í sér
yfirlit yfir vísindagreinir, framþróun vísinda, vinnubrögð í vís-
indum og námsráð í sambandi við háskólanám o. fl. Vissulega
hlýtur viðhorf okkar til íslenzks stúdentsprófs að markast að
nokkru af tillitinu til erlendra háskóla — íslenzkt stúdentspróf
verður að fullnægja þeim menntunarkröfum, sem gerðar eru
erlendis til undirbúningsmenntunar undir háskólanám, sérstak-
lega í þeim löndum, sem íslendingar leita mest til, og ber þó
að hafa í huga, að þær kröfur eru næsta mismunandi. Ég
hvet ekki til þess að draga úr undirbúningsmenntun stúdenta,
heldur vakir fyrir mér að treysta hana og gera hana heppi-
legri til viðbúnaðar við háskólanámi og setja fyrr en nú er
5