Árbók Háskóla Íslands - 01.04.1967, Side 135
133
orðist 9. töluliður svo: „Hagrœn landafrœöi, skriflegt próf“, og 14.
töluliður orðist svo: „Opinber stjórnsýsla, skriflegt próf“.
2. gr.
Reglugerðarbreyting þessi öðlast þegar gildi.
1 menntamálaráöuneytinu, 29. desember 1967.
LÖG
um breyting á lögum nr. 60 7. júní 1957, um Háskóla Islands,
nr. 27, 29. apríl 1967.
1. gr.
1. málsgr. 37. gr. laganna orðist svo:
Við Háskóla íslands eru þessi prófessorsembætti: 1) í guðfræði-
deild 4, 2) í læknadeild 16, 3) í lagadeild 6, en sjötta embættið skal
þó eigi veita, fyrr en fé er veitt til þess í fjárlögum, 4) í viðskipta-
deild 4, 5) í heimspekideild 13, og er eitt þeirra embætti forstöðu-
manns Handritastofnunar íslands, sbr. lög nr. 36 18. apríl 1962, 6. gr.,
6) í verkfræðideild 6.
2. gr.
Við 1. málsgr. 38. gr. bætist svofelld ákvæði:
Prófessorinn í fæðingarhjálp og kvensjúkdómum veitir forstjórn
fæðingardeild Landspítalans, og prófessorinn í röntgenfræði veitir
forstjórn röntgendeild Landspítalans.
2. málsgr. 38. gr. falli niður.
3. gr.
Lög þessi taka þegar gildi, og falla þá jafnframt úr gildi lög nr. 41
13. maí 1966, um breyting á lögum nr. 60 7. júní 1957, um Háskóla
íslands.