Árbók Háskóla Íslands - 01.04.1967, Blaðsíða 44
42
1967. Nefndist hann „Kjarnorka og hagnýting hennar og líf-
fræðileg vandamál í sambandi við hana“.
Rektor Tækniháskóla Noregs, prófessor Arne Selberg, dvald-
ist hér á landi í boði Háskólans 5.—10. september 1967. Hann
flutti fyrirlestur í Háskólanum 7. september um vinnubrögð og
hugmyndir í sambandi við endurskipulagningu æðri mennt-
unar í Noregi.
Heimsókn norska ríkisarfans.
Haraldur ríkisarfi Noregs heimsótti Háskólann 11. ágúst
1967. Tóku rektor og háskólaráð á móti ríkisarfanum, og mat
Háskólinn mikils þann sóma, er ríkisarfinn sýndi Háskólanum
með heimsókninni.
Heimsókn rektors Belgrad-háskóla.
Rektor B. Djordjevic frá Belgrad dvaldist hér á landi í boði
Háskólans 14.—18. júní 1967.
Fundur um áætlunargerð á sviði æðri menntunar.
Háskólaritari sótti námskeið á vegum OECD í Antwerpen
19.—30. september 1966 um áætlanagerð á sviði æðri mennt-
unar.
Gjafir.
Framkvæmdabanki Islands afhenti Háskólanum í október
1966 300.000 krónur, er varið skal til þess, að Gunnlaugur Ó.
Scheving listmálari myndskreyti hátíðasal Háskólans.
Aðalverktakar afhentu rektor vegna Raunvísindastofnunar
Háskólans kr. 100.000,00 1. október 1966, og skal því fé varið
til einstaks eða einstakra rannsóknaverkefna, er stjórn stofn-
unarinnar og háskólaráð komi sér saman um.
Afhent hefir verið fjárhæð sú, sem Sófus Langberg Thor-
modsæter, fyrrv. sóknarprestur í Lilleström, arfleiddi bókasafn
Háskóla Islands að í erfðaskrám sínum, dags. 27. júlí og 20.
ágúst 1931. Nemur fjárhæðin ísl. kr. 65.222,23. Rektor og há-
skólaritara var falið að ganga endanlega frá skipulagsskrá fyr-
ir sjóðinn og skipa stjórn hans.