Árbók Háskóla Íslands - 01.04.1967, Qupperneq 26
24
ar og yfirleitt að hefjast handa um kennslu og fyrirlestrahald
fyrir almenning. Þessum málum hefir verið nokkuð sinnt hér
við Háskólann, sbr. t. d. námskeið í erlendum tungumálum og
ýmsa fyrirlestra, sem ætlaðir eru almenningi. Hér skortir þó
skipuleg tök á þessu máli. Er það athyglisvert, hve mikið er
unnið að þessum málum við ýmsa norræna háskóla og mætti
þar leita góðra fyrirmynda (,,folke-universitetet“, útvarpsfyr-
irlestrar á vegum háskóla o. fl.). Sunnudagsfyrirlestrar, sem
fluttir eru hér í Háskólanum, hafa því miður ekki reynzt heppi-
legt form, aðsókn að þeim er dræm, og var það tillaga nefnd-
ar, sem háskólaráð skipaði og fjallaði um málið, að vænlegra
væri að leita annarra úrræða í þessu efni. Margir kennarar
Háskólans flytja fyrirlestra í útvarp og ná þannig með fræði
sín til almennings, og auk þess fljdja margir þeirra erindi á
fundum og ráðstefnum. Til greina hefir komið að skipuleggja
flutning fyrirlestraflokka hér í Háskólanum um tiltekin mál-
efni, svo sem t. d. í uppeldisfræði eða um félagsleg vandamál,
og þarf að ræða þessi mál og kanna þau meir en verið hefir.
Við athugun á tölu kandídata hér við Háskólann er það
áberandi, hve hlutur kvenna er lítill. Tiltækilegar skýrslur leiða
í ljós, að tæp 10% af stúlkum, er skrásetja sig til náms hér,
ljúka kandídatsprófi. Síðustu þrjú árin hafa konur skipað 11—
16% af kandídatahópnum, en fjöldi kvenna í hópi skrásettra
stúdenta á þeim árum, sem eðlilegast er að miða við á undan,
hefir numið tæpum 30%. Kanna þarf þær félagslegu ástæður,
sem valda því, að það er miklu fátíðara að stúlkur Ijúki há-
skólanámi en piltar. Sýnilegt er, að finna verður ráð til þess
að gera stúlkum, sem gifta sig, hægara fyrir um að stunda
háskólanám en nú er. Mér virðist einnig þörf á að hvetja
stúdentsmenntaðar konur, sem komið hafa upp börnum sín-
um, og oft eru á góðum aldri, til að taka þá til við háskóla-
nám. Hefir þetta færzt í vöxt hér við Háskólann síðustu árin,
og er vonandi, að það sé upphaf að aukinni námssókn þessa
hóps.
Hér á landi er það áleitið viðfangsefni, hvernig haga
eigi tengslum milli menntaskólanáms og háskólanáms. Þau