Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.04.1967, Síða 26

Árbók Háskóla Íslands - 01.04.1967, Síða 26
24 ar og yfirleitt að hefjast handa um kennslu og fyrirlestrahald fyrir almenning. Þessum málum hefir verið nokkuð sinnt hér við Háskólann, sbr. t. d. námskeið í erlendum tungumálum og ýmsa fyrirlestra, sem ætlaðir eru almenningi. Hér skortir þó skipuleg tök á þessu máli. Er það athyglisvert, hve mikið er unnið að þessum málum við ýmsa norræna háskóla og mætti þar leita góðra fyrirmynda (,,folke-universitetet“, útvarpsfyr- irlestrar á vegum háskóla o. fl.). Sunnudagsfyrirlestrar, sem fluttir eru hér í Háskólanum, hafa því miður ekki reynzt heppi- legt form, aðsókn að þeim er dræm, og var það tillaga nefnd- ar, sem háskólaráð skipaði og fjallaði um málið, að vænlegra væri að leita annarra úrræða í þessu efni. Margir kennarar Háskólans flytja fyrirlestra í útvarp og ná þannig með fræði sín til almennings, og auk þess fljdja margir þeirra erindi á fundum og ráðstefnum. Til greina hefir komið að skipuleggja flutning fyrirlestraflokka hér í Háskólanum um tiltekin mál- efni, svo sem t. d. í uppeldisfræði eða um félagsleg vandamál, og þarf að ræða þessi mál og kanna þau meir en verið hefir. Við athugun á tölu kandídata hér við Háskólann er það áberandi, hve hlutur kvenna er lítill. Tiltækilegar skýrslur leiða í ljós, að tæp 10% af stúlkum, er skrásetja sig til náms hér, ljúka kandídatsprófi. Síðustu þrjú árin hafa konur skipað 11— 16% af kandídatahópnum, en fjöldi kvenna í hópi skrásettra stúdenta á þeim árum, sem eðlilegast er að miða við á undan, hefir numið tæpum 30%. Kanna þarf þær félagslegu ástæður, sem valda því, að það er miklu fátíðara að stúlkur Ijúki há- skólanámi en piltar. Sýnilegt er, að finna verður ráð til þess að gera stúlkum, sem gifta sig, hægara fyrir um að stunda háskólanám en nú er. Mér virðist einnig þörf á að hvetja stúdentsmenntaðar konur, sem komið hafa upp börnum sín- um, og oft eru á góðum aldri, til að taka þá til við háskóla- nám. Hefir þetta færzt í vöxt hér við Háskólann síðustu árin, og er vonandi, að það sé upphaf að aukinni námssókn þessa hóps. Hér á landi er það áleitið viðfangsefni, hvernig haga eigi tengslum milli menntaskólanáms og háskólanáms. Þau
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.