Árbók Háskóla Íslands - 01.04.1967, Side 21
19
ur til ráðstöfunar fyrir Háskólann. Minnist ég með hlýju þeirr-
ar miklu vinsemdar landa okkar vestan hafs, er býr að baki
stofnun þessa sjóðs.
IX.
Reglum um skráningu stúdenta var breytt á s.l. háskólaári.
Samkvæmt hinum nýju reglum skulu stúdentar skrá sig til
náms 1,—15. júlí eða 15. júlí—1. ágúst eftir því, sem háskóla-
ráð mælir fyrir um, og að vetrinum til frá 1.—15. desember.
Þessar nýju reglur eru settar i því skyni að skapa aukið svig-
rúm til skipulagningar á störfum Háskólans, en það hefir vald-
ið margvislegum erfiðleikum í því skipulagsstarfi, að ekki hafa
fengizt upplýsingar um tölu stúdenta í einstökum deildum og
greinum, fyi’r en sama dag og kennsla hefir átt að hefjast. Er
mikil bót að hinum nýju reglum.
Nýskráðir stúdentar eru 342, svo sem fyrr segir, og skipt-
ast þeir svo á deildir:
1 guðfræði 2, í læknisfræði 68, í tannlækningum 11, í lyfja-
fræði lyfsala 5, í lögfræði 43, í viðskiptafræði 31, í heimspeki-
deild 145, þar af 90 í B.A.-námi, 39 í forspjallsvísindum ein-
göngu og 16 í islenzku fyrir erlenda stúdenta, í verkfræði 30
°g í B.A.-námi í verkfræðideild 7.
X.
Á háskólahátíðum undanfarin ár hefi ég leyft mér marg-
sinnis að víkja að áhugamálum um eflingu Háskólans, bæði
um þær greinir, sem nú er fengizt við, og svo aukið starfssvið
Háskólans. Ég hefi reynt að sýna fram á, að öll háskóla-
kennsla hlýtur að hafa rannsóknaraðstöðu að bakhjalli — ef
ekki tengjast saman kennsla og rannsóknir, er ekki fullnægt
kröfum og þörfum akademísks starfs. Rannsóknaraðstaða skap-
ast ekki, fyrr en fullnægjandi vísindalegum bókakosti er til að
dreifa, tækjum og húsnæði til rannsóknar, ásamt starfsliði til
aðstoðar.
Vér vitum öll, að í þessum efnum er mörgu ábótavant hér
við Háskólann og vér Háskólans menn hljótum að segja þjóð