Árbók Háskóla Íslands - 01.04.1967, Page 45
43
Hinn 2. febrúar 1967 gáfu forráðamenn fyrirtækisins J. Þor-
láksson & Norðmann h./f kr. 100.000,00 í Minningarsjóð Jóns
Þorlákssonar verkfræðings í tilefni af hálfrar aldar afmæli
fyrirtækisins.
Háskólasjóður.
Háskólaráð samþykkti að gangast fyrir stofnun sjóðs, er nefn-
ist Háskólasjóður. Sjóðurinn tekur á móti gjöfum frá fyrrver-
andi nemendum og öðrum velunnurum Háskólans. Fyrsta fram-
lag var 100.000 krónur úr Prófgjaldasjóði. Skal tekjum sjóðsins
varið til að efla rannsóknir háskólakennara á einstökum fræði-
sviðum.
Styrkir.
1. Úr Minningarsjóði dr. Rögnvalds Péturssonar var Einari
Laxness, cand. mag., veittur 35.000 króna styrkur í ágúst 1967.
2. Úr Sjóði Kay og Selmu Langvad var Sigfúsi Johnsen,
eðlisfræðingi, veittur 35.000 króna styrkur til framhaldsnáms
við Kaupmannahafnarháskóla.
3. Styrkur Egils forstjóra Vilhjálmssonar til læknis til fram-
haldsnáms í hjarta- og æðasjúkdómum, að fjárhæð 50.000 krón-
ur, var veittur Árna lækni Kristinssyni til sérnáms í Lundún-
um.
4. Minningarsjóður Olavs Brunborgs. Samþykkt var að mæla
með umsókn Sigurðar Sigurðssonar, dýralæknanema. Umsækj-
endur voru 5.
Háskólalög og reglugerðarbreytingar.
Samþykkt var að tillögu heimspekideildar að æskja breyt-
ingar á 55. gr. d-lið háskólareglugerðar. Reglugerðarbreyting
þessi var staðfest hinn 6. janúar 1967, sbr. rgj. nr. 1/1967,
prentuð á bls. 130.
Samþykkt var að tillögu viðskiptadeildar að æskja breyt-
ingar á 50. gr. háskólareglugerðar um kennslu og próf í deild-
inni. Reglugerð þessi var staðfest hinn 20. febrúar 1967, sbr.