Árbók Háskóla Íslands - 01.04.1967, Qupperneq 143
141
fréttamaður, ræddi um Kínadvöl. Eftir áramót voru haldnir 7 fundir.
Frummælendur á náttúruverndarfundi, er sendi frá sér ályktun, voru
Eyþór Einarsson, mag. scient., og dr. Sigurður Þórarinsson jarðfræð-
ingur. Emil Jónsson, utanríkisráðherra, talaði um utanríkismál. Þá
var Eysteinn Jónsson, formaður Framsóknarflokksins, fundargestur
félagsins. Frummælendur á fundi um fjármálaspillingu á íslandi voru
Einar Ágústsson, bankastjóri, Haraldur Henrysson, dómarafulltrúi,
og Sigurjón Björnsson, sálfræðingur. Á fundi um landbúnaðarmál
voru Gunnar Guðbjartsson, formaður Stéttarsambands bænda, og
Þorsteinn Sigurðsson á Vatnsleysu, formaður Búnaðarfélags Islands,
framsögumenn. Sjávarútvegsmál ræddu m. a. framsögumennirnir Jón
Ármann Héðinsson, forstjóri, Guðmundur Jörundsson, útgerðarmað-
ur, og Árni Benediktsson, forstjóri. Þá voru Jóhann Hafstein, heil-
brigðismálaráðherra, og læknarnir Árni Björnsson og Ásmundur
Brekkan málshef jendur á heilbrigðismálafundi, er haldinn var í sam-
vinnu við Stúdentafélag Reykjavíkur. Framangreindir fundir voru
ýmist opnir almenningi auk stúdenta eða eingöngu stúdentum. Frétta-
stofnanir greindu oft rækilega frá umræðum á ýmsum fundum fé-
lagsins. Forystumaður í starfi fundanefndar var Jón Oddsson, stud.
jur.
Bókmennta- og listkynningarnefnd efndi til kynningar á verkum
Jóns Þorlákssonar. Tók Andrés Björnsson, lektor, saman efnið, sem
var flutt af 15 stúdentum. Þá var í fyrsta sinn sköpuð aðstaða til
myndlistarsýninga í kaffistofu Háskóla íslands, og þar var haldin
sýning á myndlist stúdenta. Elsa E. Guðjónsson flutti 2 erindi um
íslenzkan vefnað. Þá var efnt til leikhúsferðar í Þjóðleikhúsið á sýn-
inguna Marat-Sade eftir Peter Weiss. Var flutt erindi um höfundinn,
en síðan var varpað fram fyrirspurnum úr þéttsetnu leikhúsinu. Um-
ræðufundur um íslenzkar nútímabókmenntir var haldinn undir stjórn
Ólafs Jónssonar, gagnrýnanda. í lok starfsársins var kynning á 3
nýjum íslenzkum skáldverkum og nýju tónverki. Auk framantalds
voru ýmis mál tekin til athugunar í nefndinni, og leiddi slíkt starf
m. a. til þess, að teknar voru upp haustið 1967 tónlistarkynningar í
hátíðasal skólans í samráði við Tónlistarnefnd Háskóla íslands. For-
mennsku bókmennta- og listkynningarnefndar gegndi Þórhallur Sig-
urðsson, stud. philol., þó ekki fyrst í stað.
Af efni Stúdentablaðs í maí 1967 má nefna grein um fyrirhugaða
stúdentastofnun, viðtal við fulltrúa stúdenta í nefnd um þróun Há-
skóla íslands, rökræðugreinar um starf stúdentafélagsins og grein um
félagsstarfsemi finnskra stúdenta. Stúdentablað þetta var hið fyrsta,
er gefið var út í nýju formi, dagblaðsformi. Ritstýrði Aðalsteinn Ei-
ríksson, stud. theol., Stúdentablaði.