Árbók Háskóla Íslands - 01.04.1967, Page 42
40
Sunnudagsfyrirlestrar.
Prófessor Þórhallur Vilmundarson flutti fjóra fyrirlestra í
hátíðasal Háskólans 13., 20. og 27. nóvember og 4. desember
um náttúrunafnakenninguna sem leiðsögukenningu um skýr-
ingar á íslenzkum örnefnum.
Erlendir fyrirlesarar.
Dómsmálaráðherra Svía, Herman Kling, flutti fyrirlestur í
boði Háskóla Islands 3. október 1966. Nefndist fyrirlesturinn:
„Den nya straflagstiftningen i Sverige".
Próf. Vilhelm Moller-Christensen frá Kaupmannahafnar-
háskóla flutti fyrirlestra í boði læknadeildar 3. og 4. október.
Nefndist sá fyrri: „Medicinske-historiske forskningsmetoder og
deres resultater, specielt indenfor 1 epraforskningen.‘‘ Sá síðari
nefndist „Facies leprosa og Bergensyndromet og dets fore-
komst i osteorcheologiske skeletmaterialer, samt hos patienter
fra det fjeme 0sten og Amazonlande."
Próf. T. E. Chester frá Manchester flutti fyrirlestur í boði
Háskólans 4. október 1966. Nefndist hann: „The Role of So-
cial Studies in the University".
Próf. Áke Andrén frá Uppsölum flutti fyrirlestra í boði guð-
fræðideildar 18. og 20. okt. s.l. um nýjar hugmyndir og fram-
kvæmdir á sviði kristinnar guðsþjónustu.
Próf. Elias Bredsdorff frá Cambridge flutti tvo fyrirlestra í
boði heimspekideildar, hinn fyrri 24. október og nefndist hann
„Ord og billeder hos Kjeld Abell“, hinn síðari 26. október og
nefndist hann „H. C. Andersen og Charles Dickens".
Valerij Pavlovitsj Bérkov, dósent við Leningradháskóla, flutti
fyrirlestur í boði heimspekideildar 9. nóvember 1966. Nefndist
hann „Yfirlit um rannsóknir á Norðurlandamálum í Sovét-
ríkjunum".
Próf. Gúnther Beitzke frá Háskólanum í Bonn flutti tvo fyr-
irlestra í boði Háskólans 16. og 18. nóv. 1966. Nefndist sá fyrri
„Þróun þýzks sifjaréttar eftir setningu Bonn-stjórnarskrárinn-
ar“, en hinn síðari „Þýzk löggjöf um fjármál hjóna og erfða-
rétt maka“.