Árbók Háskóla Íslands - 01.04.1967, Page 8
6
gegndi alla stund kennslustarfi sínu við guðfræðideild af áhuga
og vöndugleik og var annt um hag Háskólans og sæmd.
Vér blessum minningu þessara þriggja mikilhæfu manna og
þökkum störf þeirra í þágu Háskólans.
m.
Ýmsar breytingar hafa orðið á kennaraliði og kennaraemb-
ættum s.l. ár.
Dr. Gylfa Þ. Gíslasyni menntamálaráðherra hefir að eigin
ósk verið veitt lausn frá prófessorsembætti sínu frá 15. sept.
1966 að telja. Dr. Gylfi kom að Háskólanum haustið 1941, er
kennsla hófst í viðskiptafræðum hér við Háskólann. Átti hann
mikinn þátt í því, að sú kennsla fluttist í Háskólann og mótaði
mjög þá kennslutilhögun, sem lengstum hefir verið á þeirri
fræðigrein. Hann hefir samið fjölda kennslurita og annarra
fræðirita, og hann var áhugasamur, ötull og ágætur kennari.
Flyt ég dr. Gylfa þakkir Háskólans fyrir mikilsmetin störf hans
í þágu stofnunarinnar.
Á háskólaárinu hefir eitt prófessorsembætti verið veitt,
embættið í meina- og sýklafræði, er laust varð við andlát
prófessors Nielsar Dungals. Var settur prófessor, dr. Ólafur
Bjarnason, skipaður í það embætti frá 1. maí 1966 að telja. Um-
sækjendur voru tveir. Óska ég dr. Ólafi Bjarnasyni til ham-
ingju með skipun í prófessorsembættið, og væntir Háskólinn
mikils af rannsóknum hans og kennslu.
Prófessor Símon Jóh. Ágústsson hefir leyfi frá kennslu þetta
háskólaár, í því skyni að helga sig rannsóknarstörfum. Kennir
fil. kand. Bjarni Bjarnason í hans stað.
Nýr gistiprófessor í bandarískum bókmenntum með styrk
frá Fulbrightstofnuninni, er kominn hingað að Háskólanum. Er
það prófessor Ward L. Miner frá Youngstown University, Ohio.
Prófessor Miner er sjöundi gistiprófessorinn, sem kemur hing-
að að Háskólanum með styrk frá Fulbrightstofnuninni, og met-
ur Háskólinn mikils þetta liðsinni stofnunarinnar.
Franski sendikennarinn, Anne Marie Vilespy, hefir látið af
störfum, en við tekur lic.-és-lettres Jaoques Raymond. Þakka