Árbók Háskóla Íslands - 01.04.1967, Side 22
20
vorri eins og er, að hér vantar fjölmargt til þess að aðstaða
til rannsókna megi teljast viðhlítandi.
Islendingar eiga því láni að fagna að eiga fjölda vel mennt-
aðra sérfræðinga á flestum þeim sviðum, sem til greina kem-
ur að fást við hér í Háskólanum. Ég held ekki, að neinn geti
með sanngirni haldið því fram, að skortur sé á hugmyndum
og tillögum frá hendi Háskólans manna um eflingu Háskólans.
Það er hins vegar fjárskorturinn, sem hefir orðið ærinn fjötur
um fót, sérstaklega um byggingaframkvæmdir og öflun bóka-
kosts og tækja. Margt hefir áunnizt á síðustu árum, einkum um
fjölgun starfsmanna. Fjárframlög til Háskólans á fjárlaga-
frumvarpinu nýja hafa hækkað mikið frá fyrra ári, og er það
þakkarvert.
Á næstunni verða samdar víðtækar framkvæmdaáætlanir
fyrir Háskólann til alllangs tíma eftir rækilega könnun á þeim
stefnumörkum, sem setja á Háskólanum í framtiðarstarfi.
Þegar þær áætlanir hafa verið samdar, mun það ásannast,
sem forráðamenn Háskólans hafa sagt íslenzkri þjóð árum sam-
an, að happdrættisféð — svo gott sem það er — verður aðeins
brot af því fjármagni, sem Háskólinn þarf á að halda næstu
ár og áratugi til byggingastarfsemi sinnar.
Umræður um skólamál hér á landi snúast um of að ytri um-
gerð skólamála. Umræðurnar horfa hins vegar sjaldan að hinu
innra skólastarfi, hinu andlega lífi innan skólaveggja, — að
vinnubrögðum skólanna, kennsluháttum, kennslu- og náms-
tækni, kennslutækjum, félagslegri aðbúð að nemendum og
kennurum, — tengslum nemenda og kennara, félagslífi nem-
enda og hvað gera megi til að liðsinna nemendum í starfi og
þroska og þjálfa hæfileika þeirra til að mannast félagslega, ef
svo má að orði kveða. Þá skortir hér mjög umræður um stefnu-
mörk í kennslu, og kennslutilhögun ber þessa óræk merki.
Kennslutilhögun í háskólum í Evrópu, ekki sízt á Norður-
löndum og Þýzkalandi, er reist á þeirri hugsun, að háskóla-
nám sé að verulegu leyti sjálfsnám og að þroskavænlegast sé
fyrir stúdenta að njóta mikils frjálsræðis í námi sínu. Á síð-
ustu áratugum hefir að vísu verið vikið frá þessu, þ. á m. með