Árbók Háskóla Íslands - 01.04.1967, Blaðsíða 17
15
aði í þrjú ár. Var skólastjóri hans Steinþór Sigurðsson mag-
ister. Viðskiptafræðikennslan hér við Háskólann hefir gegnt
miklu hlutverki. Takmark hennar hefir einkum verið að veita
mönnum, sem búast til starfa í þágu viðskiptalífs og athafna-
lífs, haldgóðan undirbúning.
Kennslan í deildinni hefir bæði horft til hinna praktísku eða
raunhæfu þátta viðskiptafræðinnar, en einnig að ýmsum hrein-
fræðilegum viðfangsefnum, einkum í þjóðhagfræði. Ég hygg,
að það sé samdóma álit manna, sem til þekkja, að deildinni
hafi tekizt vel að tengja saman þessa tvo þætti. Vissulega hafa
kandídatar deildarinnar verið eftirsóttir til starfa og komizt
vel áfram. Hefir deildin brautskráð alls 197 kandídata. Hafa
viðskiptafræðikandídatar haslað sér völl til starfa víða í þjóð-
félaginu, og starf deildarinnar hefir skipt miklu máli í athafna-
lífi þjóðarinnar. Þess má geta, að allmargir kandídatar hafa
farið til annarra landa til framhaldsnáms.
Prófessor Ólafur Björnsson hefir verið starfandi kennari við
deildina frá upphafi og fram til þessa dags, en prófessor Gylfi
Þ. Gíslason kenndi við deildina fyrstu fimmtán árin. Hafa þeir
tveir einkum mótað starfsemi hennar. Guðmundur Guðmunds-
son dósent hefir og verið kennari við deildina frá upphafi.
Kennsla í viðskiptafræði fór í upphafi fram í laga- og hag-
fræðideild, sem stofnuð var 1941. Var nafni deildarinnar breytt
1957 í laga- og viðskiptadeild, en árið 1962 var sérstök við-
skiptadeild stofnuð. Vil ég óska deildarkennurum til hamingju
með afmælið og árna deildinni allra heilla í mikilvægum störf-
um hennar.
Hér í dag vil ég einnig minna á, að nú eru liðin 25 ár síð-
an lög voru sett um tannlæknakennslu við Háskóla Islands.
Kennsla í tannlækningum hófst þó ekki fyrr en haustið 1945,
og er eðlilegt að miða upphaf tannlæknakennslu við það ár.
Þá þykir mér rétt að minna á, að nú í haust eru liðin 90 ár
siðan læknaskólinn, undanfari læknadeildar, tók til starfa.
Læknaskólinn tók við þeirri læknakennslu, er Jón Hjaltalín
landlæknir hafði með höndum allt frá 1862, lengstum einn, en