Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 01.04.1967, Page 35

Árbók Háskóla Íslands - 01.04.1967, Page 35
33 allt of breitt — það er í raun réttri óverjanlegt að breyta svo snöggt til, eins og nú er gert, frá bundnu námi og skyldubund- inni skólasókn, til náms með miklu frjálsræði í vali greina og sókn kennslustimda. Það bil þarf nauðsynlega að brúa og jafn- framt að búa menn betur en nú er gert undir háskólanámið. 1 því efni er ýmissa kosta völ — það er t. d. fær leið að breyta til um námsaðferðir og námsefni að nokkru í efstu bekkjum menntaskólanna. Ég verð þó að telja heppilegra að stefna að lækkun á stúdentsaldri, helzt niður í 18 ár, og jafnframt finnst mér koma til greina, að allir stúdentar Háskólans séu hér í eins árs almennu námi, sem treysti undirstöður almennrar menntunar, þar sem nám sé nokkru frjálslegra en í mennta- skólum, en þó skyldubundnara að mun en háskólanámið er nú í flestum deildum. Vakir þá fyrir mér, að stúdentar leggi stund á nokkrar námsgreinir, sem séu metnar heppileg undirstaða undir aðalgrein, t. d. að allir þeir, sem ætli sér að stunda til- tekna grein félagsvísinda, leggi þetta ár stund á ýmis almenn grundvallaratriði félagsvísinda, sálfræði, heimspeki, tölfræði o. fl., þeir, sem hug hafa á að leggja stund á tungumál, ein- beiti sér þetta ár að almennum málvísindum og hljóðfræði, mannfræði og heimspeki, þeir, sem leggja viija stund á læknis- fræði, náttúrufræði eða verkfræði, fáist með sama hætti við ýmsar almennar raunvísindagreinir, sem teljast eðlileg undir- staða þeirra aðalgreina o. s. frv. Þetta ár yrði einnig lögð mikil áherzla á almenna fyrirlestra fyrir alla stúdenta, sem fælu í sér yfirlit yfir vísindagreinir, framþróun vísinda, vinnubrögð í vís- indum og námsráð í sambandi við háskólanám o. fl. Vissulega hlýtur viðhorf okkar til íslenzks stúdentsprófs að markast að nokkru af tillitinu til erlendra háskóla — íslenzkt stúdentspróf verður að fullnægja þeim menntunarkröfum, sem gerðar eru erlendis til undirbúningsmenntunar undir háskólanám, sérstak- lega í þeim löndum, sem íslendingar leita mest til, og ber þó að hafa í huga, að þær kröfur eru næsta mismunandi. Ég hvet ekki til þess að draga úr undirbúningsmenntun stúdenta, heldur vakir fyrir mér að treysta hana og gera hana heppi- legri til viðbúnaðar við háskólanámi og setja fyrr en nú er 5
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.