Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1991, Blaðsíða 18
16
Árbók Háskóla íslands
eigum enn auðlindirnar bæði til lands og
sjávar, og þótt illa hafi tekist til um stjómun
atvinnumála á undangengnum áratug þá virð-
ast ástæðumar fleimm ljósar nú en fyrr. Að
mati flestra þeirra sem um þessi mál hafa
ritað og rætt að undanfömu virðist orsök efna-
hagsvandans vera offjárfesting í veiðum og
vinnslu og jafnframt í landbúnaði. Auðlind-
imar eru þær sömu og gjöfular sem fyrr en
vandinn er og hefur verið að stjóma nýtingu
þessara auðlinda á sem hagkvæmastan hátt.
Lausnin virðist nú vera hagræðing, sameining
smærri fyrirtækja í stærri, og fækkun starfs-
manna.
Islenska þjóðin þarf að skapa fleiri og fjöl-
breyttari atvinnutækifæri, og Háskóli íslands
bæði getur og vill vera þátttakandi í þeirri
sköpun í meira mæli en verið hefur. Viðleitni
hans er einmitt að bæta lífið í landinu á alla
lund.
Islenska þjóðfélagið tekur örum breyting-
um, en örar breytingar eiga sér einnig stað í
flestum vestrænum löndum vegna hraðfara
breytinga í atvinnuháttum. Nauðug viljug
verðum við að aðlagast breyttum heimi og
leitast við að leysa ný verkefni og vandamál á
hagkvæman en jafnframt mannúðlegan hátt.
Gjöfulasta auðlind Islendinga em fískimiðin
og verður mikið fjallað um fiskveiðistefnuna á
næstunni. Ég vil hvetja þig, kæri kandídat, til
að fylgjast vel með þeirri umræðu því ákvarð-
anir um stjómun fiskveiða skipta alla lands-
menn miklu máli. Ákvarðanimar munu hafa
bein áhrif á afkomu þína og fjölskyldu þinnar
því við lifum öll, beint eða óbeint, af arði
þessarar auðlindar.
Mér hefur orðið tíðrætt um aðför fjármála-
ráðherra að Háskóla íslands og Þjóðarbók-
hlöðu. Með því að svipta Háskólann þeirri
tekjulind sem verið hefur aflgjaft uppbygg-
ingar hans stöðvast þróun hans. Stöðvast þá
einnig sú viðleitni að verða þátttakandi í at-
vinnuþróun og uppbyggingu nýrra fyrirtækja
sem skilað gætu nýjum störfum, nýjum
afurðum og auknum tekjum í þjóðarbúið. Ef
Háskólinn fær ekki að njóta afraksturs eigin
frumkvæðis og árangurs þá verður árangurinn
eftir því. Svo einfalt er það.
Ágæti kandídat. I lífinu skiptast á skin og
skúrir bæði í lífi einstaklinga og þjóða. Ekkert
kemur án erfiðis, og er svo hér sem annars
staðar að vinnan skapar verðmætin. Vinnu-
gleði fylgir gjaman fólki sem nýtur nýrra
verkefna, sem finnur ánægju í áreynslu og
árangri í starfi. Slík gleði er smitandi. Henni
fylgir bjartsýni og sjálfstraust og í kjölfarið
kemur gjaman tiltrú annarra og traust. Vertu
því bjartsýnn og jákvæður, lífsbarátta þín
verður léttari og Iífið ánægjulegra. Líftð verð-
ur enginn leikur, það krefst fullrar þátttöku
þinnar og framlags. Þú verður að taka þátt í
mótun þess þjóðfélags sem þú vilt búa bömum
þínum. Þú getur ekki verið á áhorfenda-
bekkjunum og vænst þess að aðrir skapi það
umhverfi sem hentar þinni fjölskyldu.
Vertu vandvirkur og vinnusamur, vertu
traustur og heiðarlegur. Þetta eru góð ráð þótt
gömul séu. Þú munt njóta áreynslunnar og
átakanna þegar þú sækir á brattann, en þangað
liggur leið þín. Þín bíða verðug verkefni, og
mun Háskóli fslands veita þér, bömum þínum
og bamabömum þann stuðning og styrk sem
þið viljið þiggja og Háskólanum veita. Við
óskum ykkur, kæru kandídatar, farsældar í
framtíðinni og þökkum ykkur samvemna og
samstarfið.
Guð blessi ykkur.