Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1991, Blaðsíða 47
45
Formálar að heiðursdoktorskjöri
innar er ekki síst að efla tengsl ítala og fslend-
■nga á sviði menningar, en þar lætur hann
mjög að sér kveða.
Eftir hann liggja fjölmörg Iögfræðirit, m.a. á
sviði stjórnskipunarréttar, stjórnarfarsréttar,
refsiréttar og réttarfars.
Af þessum sökum er Háskóla íslands heiður
að því að sæma Francesco Cossiga nafnbót-
mni doctor juris honoris causa. Sé það góðu
heilli gjört og vitað.
29. júní 1991:
Heimspekideild
Hörður Ágústsson listmálari er fæddur í
Reykjavík 4. febrúar 1922. Hann lauk stúd-
entsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík
1941 og stundaði síðan nám í Handíða- og
myndlistaskólanum í Reykjavík til ársins
1943. Á árunum 1945-46 nam hann í Kon-
unglegu akademíunni í Kaupmannahöfn, en
1947 hélt hann til Parísar og stundaði listnám í
Académie de la Grande Chaumiére til 1949. f
París bjó hann og starfaði til 1952, en þá sneri
hann aftur til íslands.
Hörður hefur á löngum listferli sínum lagt
fram mikilsverðan skerf til íslenskrar mynd-
listar á 20. öld. Hann var kennari í Myndlista-
°g handíðaskóla íslands 1962 til 1968, síðan
skólastjóri til 1974 og kennari eftir það til
1988.
Þá hefur hann um áratugi starfað að öðrum
menningarmálum og látið sér annt um varð-
Ve,slu íslenskra menningarminja. Eftir hann
Hggur fjöldi ritsmíða um þessi efni. Á síðustu
arum hafa komið út þrjú stórvirki í umsjá
Harðar í ritröð, sem hann hefur efnt til undir
heitinu Staðir og kirkjur. Fyrsta verkið í röð-
'uui, sem út kom árið 1988, voru greinargerðir
um fornleifarannsóknir f Skálholti 1954-58.
Þessu verki fylgdi hann eftir með frumsömdu
ntl, Dómsdagur og helgir menn á Hólum, og á
síðasta ári birtist síðan á prenti hið mikla rit
ans, Skálholt. Kirkjur, en það má telja til
meginviðburða í ritun íslenskrar húsagerðar-
sögu.
Af þessum sökum telur Háskóli íslands sér
Puð sæmdarauka að heiðra Hörð Ágústsson
með nafnbótinni doctor philosophiae honoris
causa. Sé það góðu heilli gjört og vitað.
Páll S. Árdal er fæddur á Akureyri 27. júní
1924. Hann lauk stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum á Akureyri 1944 og stundaði síðan
nám í Edinborgarháskóla frá 1945. Magisters-
prófi hinu minna lauk hann í heimspeki og
latínu 1949. Þá varð hann kennari í Mennta-
skólanum á Akureyri til 1951, er hann hélt
aftur til Edinborgar þar sem hann lauk magist-
ersprófi hinu meira í heimspeki 1953 og
doktorsprófi 1961. Jafnframt námi stundaði
Páll kennslu í Edinborgarháskóla og hlaut
lektorsstarf 1958. Árið 1969 var hann skipaður
prófessor í Queensháskólanum í Kingston í
Ontario-fylki, Kanada, þar sem hann hefur
starfað síðan. Árið 1981 var hann skipaður
Charltonprófessor, en það embætti er veitt í
viðurkenningarskyni fyrir framúrskarandi
árangur í heimspeki og störf í þágu Queens-
háskóla. Páll stundar nú ekki lengur fulla
kennslu vegna aldurs, en starfar þó áfram í
háskólanum sem prófessor emeritus.
Páll hefur unnið afrek í heimspekilegum
fræðum og er virtur víða um heim sem einn
helsti sérfræðingur þessarar aldar í heimspeki
David Humes. Rit Páls, Passion and Value in
Hume’s Treatise, sem út kom í Edinborg 1966,
olli straumhvörfum í rannsóknum á siðfræði
Humes. Þá samdi Páll einnig rit á íslensku um
sama efni, en það kom út í Reykjavík 1982 og
ber heitið Siðfrœði og mannlegt eðli. Auk
þessara höfuðrita hefur Páll samið fjölda
ritgerða og bókarkafla bæði um siðfræði
Humes og önnur heimspekileg viðfangsefni.
Af þessum sökum telur Háskóli Islands sér
það sæmdarauka að heiðra Pál S. Árdal með
nafnbótinni doctor philosophiae honoris
causa. Sé það góðu heilli gjört og vitað.
Verkfræðideild
Einar Baldvin Pálsson er fæddur í Reykjavík
árið 1912. Hann lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík 1930 og prófi í
byggingarverkfræði frá Technische Hoch-
schule Dresden 1935. Hann réðst til starfa hjá