Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1991, Page 27
Ræður rektors Háskóla íslands
25
höfum séð hugmyndafræði kommúnismans
hrynja til grunna í Austur-Evrópu og við
sjáum aðra hugmyndafræði koma í staðinn, en
að er trúin á frjálsa markaðinn. Nú er það
frjálsi markaðurinn sem mun gera okkur frjáls
og fjárhagslega sjálfstæð. En getum við treyst
og trúað á alræði frjálsa markaðarins?
Sagan kennir okkur að menn hafa ætíð barist
um auð og völd, lagt undir sig lönd og heilar
heimsálfur og ekkert hirt um líf, heill og ham-
ingju þeirra milljóna manna sem voru undir-
okaðir til að ná slíku markmiði. Ætla má að slík
barátta haldi áfram þótt aðferðir breytist. Baráttan
verður ef til vill ekki háð með hefðbundnum
vígvélum heldur með pappír, með peningum og
viðskiptabréfum ýmiss konar. I stað fursta og
konunga íyrri tíma kom víða lýðræði og trú á
áhrif almennings sem kjósa mátti fulltrúa sína og
forystumenn. Nú hillir undir nýja tíma, tíma
alþjóðlegra auðhringa og fjármálafursta sem ráða
því sem þeir ráða vilja svo fremi að hluthafar
eigi arðs von.
Astæða er til að óttast að Island verði slík-
um fjölþjóðafyrirtækjum auðveld bráð, að slík
fyrirtæki kaupi upp auðlindir okkar smátt og
smátt án þess að við veitum því athygli.
Fjölþjóðafyrirtæki hafa vaxið hratt á síðari
árum og átök hafa fylgt þegar stærri fyrirtæki
taka yfir önnur stór fyrirtæki. Vaxa þannig
voldugir fjármagnsrisar sem í raun hafa
skaðað ýmis framleiðslufyrirtæki með slíkri
yfirtöku, því að oft bíða starfsmenn og starfs-
andi fyrirtækjanna tjón af. Önnur fjölþjóða-
fyrirtæki vaxa eins og krabbamein með mein-
vörp víða um lönd og drottna í raun á þessum
svokallaða frjálsa markaði.
Fyrir rúmum áratug hélt ég fyrirlestur í
tannsóknastofnun eins slíks fjölþjóðafyrir-
tækis í Hamborg. Starfsmenn tjáðu mér hróð-
ugir að fyrirtækið ætti yfir 60% af þýska
togaraflotanum. Fyrir skömmu bað ég Upplýs-
'ugaþjónustu Háskólans að útvega mér nýjar
uPplýsingar um fyrirtæki þetta og var það gert
fljótt og vel með tilheyrandi ársskýrslum.
Fyrirtæki þetta er einn af stærstu matvæla-
framleiðendum í Evrópu með yfir 300 þúsund
starfsmenn í öllum heimsálfum. Fyrirtækið
starfar í 16 löndum Evrópu, í Bandaríkjunum
og Kanada, í Astralíu og í yfir 40 löndum
Afríku og Asíu. Velta fyrirtækisins var vel yfir
2000 miljarða króna á síðasta ári, en til sam-
anburðar má nefna að fjárlög íslenska ríkisins
eru um 100 miljarðar króna. Auðhringur þessi
á Nordsee útgerðina í Þýskalandi. Þeir eiga
keðju fiskverslana og fiskveitingastaða í
Evrópu og selja auk þess fisk á mörkuðum í
Bandaríkjunum og Japan. Þeir eru t.d með
laxeldi í Skotlandi og á síðasta ári keyptu þeir
55 fyrirtæki fyrir 1.9 miljarða sterlingspunda.
Slík risavaxin fyrirtæki gætu auðveldlega
keypt mest allan íslenska veiðiflotann og þá
veiðikvótann og þær fiskvinnslustöðvar sem
arðbærar þættu. Slík fyrirtæki gætu og myndu
einnig kaupa aðrar auðlindir íslands og þar
með fullveldið, ef við höldum ekki vöku
okkar.
Við þurfum ekki aðeins að varðveita efna-
hagslegt og stjórnmálalegt sjálfstæði, við
þurfum einnig að slá vörð um menningarlegt
sjálfstæði þjóðarinnar. Fyrir skömmu átti ég
athyglisverðan fund með erlendum gestum
hér á landi þar sem viðræður spunnust m.a.
um samstarf háskóla. Gestimir lögðu til að
Háskóli íslands færi að kenna á ensku til að
laða að erlenda stúdenta. Þegar ég tjáði þeim
að við myndum framvegis sem hingað til
kenna á íslensku, töldu þeir það óraunsæi og
rómantík. Slíkar tillögur hafa komið fram áður
og koma vafalítið frá fleirum. En vissum verð-
mætum verður ekki fórnað á altari arðsemis-
gyðjunnar.
Ég ræði þessi mál við ykkur, kæm kandí-
datar, vegna þess að íslensk tunga og menning,
- já ísland, auðlindir þess og erfiðleikar,- er
ykkar arfur og ykkar er framtíðin og ábyrgðin.
Þið verðið sjálf að taka til hendi og móta
það samfélag sem þið ætlið ykkur og börnum
ykkar. Lífið verður aldrei eins og það áður var.
Þótt margir þrái að staldra við og halda í
líðandi stund, þá munu breytingar halda áfram
og lífshættir breytast, en þið eigið og verðið að
móta lífið í landinu. Verið vel á verði og beitið
gagnrýninni hugsun. Máltækið segir að þeir
ungu viti allt, þeir miðaldra efist um allt og