Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1991, Blaðsíða 145
143
jjennarar Háskólans______________________
Borgarfirði. Foreldrar hans voru Ásgeir Sig-
urðsson bóndi og kona hans Ingunn Daníels-
dóttir.
Að loknu stúdentsprófi frá Menntaskól-
anum í Reykjavík 1927 stundaði hann nám í
stærðfræði, eðlisfræði og efnafræði við
háskólann í Göttingen í Þýskalandi, en sú
stofnun hafði þá um langt skeið verið ókrýnd
höfuðborg stærðfræðivísinda. Þaðan lauk
Leifur doktorsprófi í stærðfræði á óvenju
skömmum tíma, níu misserum alls, árið 1933.
Vakti doktorsritgerð hans talsverða athygli
umfram það sem algengt er um slík rit. Af
rannsóknaniðurstöðum hans þar fékk
svoköliuð „meðalgildissetning“ hans mest lof
stærðfræðinga og er enn til hennar vitnað og
hún kennd við Leif. „hin fræga Ásgeirsson
formúla“. Þannig var Leifur fyrstur íslendinga
tú að hljóta víðtæka alþjóðlega viðurkenningu
fyrir stærðfræðilegar rannsóknir.
Leifur var skólastjóri Héraðsskólans á
Laugum í Suður-Þingeyjarsýslu 1933-43.
Hann var kennari í stærðfræði við
verkfræðideild Háskóla Islands frá 1943 og
Prófessor 1945 til 1973.
Leifur stundaði rannsóknastörf í
stærðfræði við New York University 1954-56
°g við Kaliforníuháskóla í Berkeley 1956 í
hoði kennara sfns í Göttingen, Richard
Courant, sem flust hafði til Bandaríkjanna
fyrir heimsstyrjöldina síðari.
Leifur átti mikinn þátt í að byggja upp
'ennslu og rannsóknir við Háskóla íslands,
uht frá fyrstu árum verkfræðikennslu og þar til
aunvísindastofnun Háskólans var komið á
ot- Hann var einn helsti frumkvöðull að
stofnun fslenska stærðfræðafélagsins árið
47 og var kjörinn heiðurfélagi þess er hann
Varð sjötugur árið 1973. Leifur var í stjórn
raunvísindadeildar Vísindasjóðs frá 1958-73.
ann var forstöðumaður rannsóknastofu í
stærðfræði frá stofnun hennar 1966 þar til að
hann lét af embætti 1973.
"Leifur Ásgeirsson er einn þeirra manna
ber hæst í sögu Háskóla íslands. í máli
ans mátti ávallt finna einarðlega ábendingu
Urn hinn eina sannleika í akademísku starfi:
Keppnina eftir fullkomnun í vísindum og
lífi“. (Þórir Kr. Þórðarson, Mbl. 6. sept. 1990).
-GAJ.
Magnús G. Jónsson dósent lést 18. nóv-
ember 1989. Hann var fæddur 23. desember
1908 í Krýsuvík. Hann lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík 1927. Á árunum
1927-1933 nam hann rómönsk mál í Madrid,
Rómaborg og lengst af við Sorbonne háskól-
ann í París þaðan sem hann lauk prófi í
license-és-lettres í frönsku og spænsku árið
1933. Hann var löggiltur skjalaþýðandi í
frönsku, spænsku og ítölsku, kenndi við
Menntaskólann í Reykjavík frá 1940-1971 og
Háskóla íslands frá frá 1942-1979. Hann var
yfirkennari við Menntaskólann f Reykjavík
frá 1958 og dósent við Háskóla íslands frá
1963. Hann var löggiltur skjalaþýðandi í
frönsku, spænsku og ítölsku. Magnús var fél-
agslyndur maður og hlóðust á hann tímafrek
störf að félagsmálum, ekki síst fyrir Alliance
Francaise. Hann var ritari félagsins frá 1934 til
1965 og síðan forseti þess frá 1965-1975.
Magnús var heiðursfélagi Alliance Francaise
og Félags frönskukennara, en hann var fyrsti
formaður síðarnefnda félagsins. Hann var
sæmdur orðum frá franska ríkinu og íslensku
fálkaorðunni fyrir kennslustörf og félagsstörf
sín. Magnús var mikilhæfur kennari, virtur og
vinsæll og einstakt ljúfmenni.
-GAJ.
Matthías Jónasson prófessor lést á heimili
sínu í Kópavogi 13. mars 1990. Hann var
fæddur 2. september 1902 í Reykjarfirði í
Suðurfjarðahreppi á Barðaströnd, sonur hjón-
anna Jónasar Ásmundssonar bónda og Jónu
Ásgeirsdóttur. Hann varð stúdent frá Mennta-
skólanum á Akureyri árið 1930 og lagði síðan
stund á nám í uppeldisfræði, sálarfræði, heim-
speki, félagsfræði og mannkynssögu við há-
skólann í Leipzig, en þar hafði staðið vagga
tilraunavísinda í sálarfræði. Þaðan lauk hann
doktorsprófi árið 1936, en hélt áfram námi og